Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, átti fund með Frans páfa í Vatíkaninu í dag þar sem hann leitaði aðstoðar páfans við að tryggja endurkomu fullorðinna og barna sem Rússar hafa tekið til fanga í stríðinu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, átti fund með Frans páfa í Vatíkaninu í dag þar sem hann leitaði aðstoðar páfans við að tryggja endurkomu fullorðinna og barna sem Rússar hafa tekið til fanga í stríðinu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, átti fund með Frans páfa í Vatíkaninu í dag þar sem hann leitaði aðstoðar páfans við að tryggja endurkomu fullorðinna og barna sem Rússar hafa tekið til fanga í stríðinu.
Selenskí segir á samfélagsmiðlinum X að aðaláherslan á fundi hans með páfa hafi snúist um að koma úkraínsku fólki sem er í haldi Rússa aftur heim.
Selenski segir að blaðamenn, opinberar persónur, samfélagsleiðtogar og venjulegt fólk, sem Rússar hafa handtekið, dvelji í rússneskum fangelsum og í sérstökum búðum.
Þetta var annar einkafundur Selenskí með Frans páfa frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022.
Páfinn hefur ítrekað hvatt til friðar og hefur reynt að gegna miðlunarhlutverki í átökunum, þótt tilraunir hans hafi enn ekki skilað neinum árangri.