Willum: „Samtalið á milli formannanna er óklárað“

Alþingi | 11. október 2024

Willum: „Samtalið á milli formannanna er óklárað“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Spurður hvort hann telji að kosið verði núna í haust, ári áður en þess þarf lögum samkvæmt, segir hann að samtalið milli formanna ríkisstjórnarflokkanna sé „óklárað“. 

Willum: „Samtalið á milli formannanna er óklárað“

Alþingi | 11. október 2024

Willum Þór á leið á ríkisstjórnarfund í morgun.
Willum Þór á leið á ríkisstjórnarfund í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Spurður hvort hann telji að kosið verði núna í haust, ári áður en þess þarf lögum samkvæmt, segir hann að samtalið milli formanna ríkisstjórnarflokkanna sé „óklárað“. 

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Spurður hvort hann telji að kosið verði núna í haust, ári áður en þess þarf lögum samkvæmt, segir hann að samtalið milli formanna ríkisstjórnarflokkanna sé „óklárað“. 

Ég ætla að leyfa mér að virða það,“ segir ráðherrann, að ríkisstjórnarfundi loknum.

Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og nýkjörinn formaður Vinstri grænna, hefur sagt að flokkurinn stefni á kosningar í vor, frekar en haustið 2025.

Næg verkefni á borði ráðherra

Finnst þér þetta vera eðlileg vinnubrögð hjá henni að tala um kosningar án þess að hafa ráðfært sig við bæði Sigurð Inga [Jóhannsson] og Bjarna [Benediktsson]? Það er auðvitað Bjarni sem er með þingrofsheimildina.

„Mér finnst þetta alveg verðug spurning og kannski fyrst og fremst eitthvað sem við þurfum að ræða saman og oddvitar og formenn flokkanna þurfa að koma sér saman um sko – hvenær þessi tímapunktur er,“ segir Willum Þór í samtali við mbl.is.

„Ég meina, það er komið á enda kjörtímabils og ég get auðvitað haft skoðun á því. Ef þú spyrð mig um mína skoðun, þá finnst mér að við eigum að klára kjörtímabilið. Það eru alla vega næg verkefni á mínu borði.“

Hann segir kringumstæðurnar og óvissuna þó gera hlutina erfiðari.

„Ég leyfi mér ekkert annað en að horfa bara á verkefnin og klára þau verkefni sem mér eru falin og ég ber ábyrgð á. Ég geng þannig til verka á hverjum degi.“

Allt að koma

Þegar ríkisstjórnin var endurnýjuð þá var talað um efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin. Svandís hefur gefið það út að Vinstri græn ætli ekki að gera meira í útlendingamálum. Orkumálin – sumir telja að það verði ekkert gert þar heldur frekar. Er þetta ekki orðinn ákveðinn forsendubrestur fyrir áframhaldandi samstarfi?

„Við getum orðað það þannig að þá þurfi alla vega að ræða það vegna þess að þetta eru allt þannig málaflokkar,“ segir Willum.

„Við erum auðvitað núna í annarri umræðu fjárlaga sem er reyndar mjög tengd efnahagsmálunum og efnahagsstöðunni og það er mjög mikilvægt að við stöndum þétt að klára hana og það mun hafa áhrif hér á stöðu mála. Það eru vísbendingar um að þetta horfi til betri vegar,“ segir ráðherrann og bætir við:

„Þetta er allt að koma.“

Pólitískur stöðugleiki skiptir máli

Hann segir verðbólgu á niðurleið og lækkunarferli stýrivaxta hafið.

„Þetta skiptir ótrúlega miklu máli fyrir þjóðina og pólitískur stöðugleiki mun skipta þar máli. Ég horfi bara svona á þetta.“

Myndi klára kjörtímabilið

Framsókn mælist með 6,2% í nýjustu könnun Gallup. Er Framsókn tilbúin í kosningar ef til þeirra kemur núna í haust?

„Ég held að við verðum alltaf að vera tilbúin í kosningar. Við erum búin að lifa það lengi – í yfir hundrað ár. Hlutir gerast alltaf í pólitík.“

Heldurðu að það verði kosningar núna í haust?

„Ég held að samtalið á milli formannanna sé óklárað, þau eru bara í samtali. Ég ætla að leyfa mér að virða það. En ef ég réði þessu bara einn og sér þá myndi ég klára kjörtímabilið og klára verkefnið.“

mbl.is