Þetta er besta túnfisksalat allra tíma

Hollt & gott | 12. október 2024

Þetta er besta túnfisksalat allra tíma

Heimagert túnfisksalat er einfalt, gott og mun betra en hægt er að fá tilbúið út í búð. Hér verða stóru orðin ekki spöruð heldur deilum við uppskrift af einu besta túnfisksalati sem til er. Það er mikilvægt að skera hráefnin smátt svo allt sé í jöfnum hlutföllum. 

Þetta er besta túnfisksalat allra tíma

Hollt & gott | 12. október 2024

Súrdeigsbrauð með heimagerðu túnfisksalati er ekta laugardagsmatur.
Súrdeigsbrauð með heimagerðu túnfisksalati er ekta laugardagsmatur. Ljósmynd/Pexels/Inna Rabotyagina

Heima­gert tún­fisksal­at er ein­falt, gott og mun betra en hægt er að fá til­búið út í búð. Hér verða stóru orðin ekki spöruð held­ur deil­um við upp­skrift af einu besta tún­fisksal­ati sem til er. Það er mik­il­vægt að skera hrá­efn­in smátt svo allt sé í jöfn­um hlut­föll­um. 

Heima­gert tún­fisksal­at er ein­falt, gott og mun betra en hægt er að fá til­búið út í búð. Hér verða stóru orðin ekki spöruð held­ur deil­um við upp­skrift af einu besta tún­fisksal­ati sem til er. Það er mik­il­vægt að skera hrá­efn­in smátt svo allt sé í jöfn­um hlut­föll­um. 

Þetta er frá­bært með góðu súr­deigs­brauði, avo­ka­dó og eggj­um. Gerðu nóg til að eiga út vik­una!

Besta tún­fisksal­at allra tíma

  • 3 dós­ir af tún­fiski
  • 3 msk fínt saxað sell­e­rí
  • 2 msk af fínt söxuðum rauðlauk
  • 2 msk gúrku-rel­ish eða 2 msk af fínt söxuðum súr­um gúrk­um
  • 2 msk fínt söxuð stein­selja
  • 200 ml maj­ónes (við mæl­um með Hell­mann's)
  • 1 tsk Dijon-sinn­ep
  • 1 msk af nýkreist­um sítr­ónusafa
  • 1 tsk góð extra-virg­in ólífu­olía
  • salt og pip­ar

Aðferð

  1. Öllu blandað sam­an í skál.
  2. Smakkið til með salti og pip­ar.

Setjið meira maj­ónes eft­ir smekk ef tal­in er þörf er á. Það er ein­stak­lega gott að smyrja tún­fisksal­at­inu á góða brauðsneið, setja ost yfir og baka inn í ofni þar til ost­ur­inn bráðnar.

mbl.is