Geggjuð og ekta uppskrift að Pad-Thai núðlum

Uppskriftir | 13. október 2024

Geggjuð og ekta uppskrift að Pad-Thai núðlum

Sonya Sonpanya segir dagsdaglegu matseldina byggjast að mestu leyti á því sem hún ólst upp við sjálf og að taílensk matargerð sé list. Frekar sé eldað eftir eigin smekk og hugmyndum heldur en að fylgja uppskrift. 

Geggjuð og ekta uppskrift að Pad-Thai núðlum

Uppskriftir | 13. október 2024

Sonya segir dagsdaglegu matseldina byggjast að mestu leyti á því …
Sonya segir dagsdaglegu matseldina byggjast að mestu leyti á því sem hún ólst upp við sjálf og að taílensk matargerð sé list. Ljósmynd/Aðsend

Sonya Sonpanya segir dagsdaglegu matseldina byggjast að mestu leyti á því sem hún ólst upp við sjálf og að taílensk matargerð sé list. Frekar sé eldað eftir eigin smekk og hugmyndum heldur en að fylgja uppskrift. 

Sonya Sonpanya segir dagsdaglegu matseldina byggjast að mestu leyti á því sem hún ólst upp við sjálf og að taílensk matargerð sé list. Frekar sé eldað eftir eigin smekk og hugmyndum heldur en að fylgja uppskrift. 

Sonya starfar sem sjúkraliði á kvenlækningadeild Landspítalans. Hún er frá Khon Kaen á Taílandi en flutti hingað til lands 19 ára gömul. Hún starfrækir einnig eigin nuddstofu í Mosfellsbæ ásamt því ala upp tvo fjöruga drengi.

Það er tilvalið og ekkert of flókið að matreiða ekta …
Það er tilvalið og ekkert of flókið að matreiða ekta taílenskar Pad Thai-núðlur Ljósmynd/Aðsend

Það hefur verið vinsælt að halda matarkvöld með samstarfsfélögum hennar á kvenlækningadeild og hefur hún kennt þeim að elda ekta taílenskan mat. 

Eldað að hætti Sonyu.
Eldað að hætti Sonyu. Ljósmynd/Aðsend

Sonya deilir hér uppskrift og upplifun frá einu slíku kvöldi þar sem eldaðar voru Pad Thai-núðlur.

Pad Thai-núðlur 

fyrir tvo

  • Olía til steikingar
  • 200 g hrísgrjónanúðlur
  • 1-2 kjúklingabringur
  • 2 skarlottlaukar
  • Sirka 2 lúkur blaðlaukur
  • Sirka 1 lúka baunaspírur
  • Pad Thai-sósa
  • Fiskisósa
  • Sykur
  • Chiliduft
  • Salthnetur
  • Límóna

Aðferð:

  1. Gott er að byrja á að leggja 200 grömm af hrísgrjónanúðlum í volgt vatn í um 20 mínútur. Vatnið er svo sigtað frá.
  2. Því næst eru 1-2 kjúklingabringur (eftir smekk) skornar í bita og steiktar í gegn á pönnu. Einnig er hægt að nota t.d. tófú eða rækjur í stað kjúklings.
  3. Olía er sett á pönnu og hituð. Fínt saxaður skarlottlaukur settur út í. Því næst er fjórum skeiðum af padthai bætt út á pönnuna (fæst t.d. í fiska.is).
  4. Kjúklingnum er bætt út á pönnuna ásamt tveimur eggjum. Þá er núðlunum bætt út á pönnuna. Öllu blandað vel saman.
  5. Blaðlaukur (sirka tvær lúkur) er skorinn í strimla og bætt út á pönnuna.
  6. Baunaspírum (sirka einni lúku) er bætt út á pönnuna.
  7. Þá er fiskisósu, sykri og chilidufti bætt út á pönnuna, eftir smekk. Gott að smakka til.
  8. Rétturinn er skreyttur með fíntsöxuðum salthnetum, baunaspírum og límónu. 

Verði ykkur að góðu!

Hráefnin í réttinn fást úti í búð, en Sonya tekur …
Hráefnin í réttinn fást úti í búð, en Sonya tekur sérstaklega fram að Pad Thai-sósuna sé hægt að fá á fiska.is. Ljósmynd/Aðsend
Góður undirbúningur er lykillinn við matseldina.
Góður undirbúningur er lykillinn við matseldina. Ljósmynd/Aðsend
Sonya Sonpanya eldar frá hjartanu.
Sonya Sonpanya eldar frá hjartanu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is