Mikið prjónaæði hefur gripið landsmenn og því ekki úr vegi að finna eitthvað nýtt til að fitja upp á. Á dögunum kom Ullaræði 2 út hjá Forlaginu en í bók Heli Nikula er að finna einstaklega smekklegar prjónauppskriftir af ýmsum ullarvarningi eins og peysum, húfum og vettlingum. Eða allt sem þú þarft fyrir hinn íslenska vetur. Það sem einkennir prjónaflíkurnar er að þær eru bæði smart og hlýjar. Forlagið gaf leyfi fyrir birtingu á uppskrift af peysunni Kristal.
Mikið prjónaæði hefur gripið landsmenn og því ekki úr vegi að finna eitthvað nýtt til að fitja upp á. Á dögunum kom Ullaræði 2 út hjá Forlaginu en í bók Heli Nikula er að finna einstaklega smekklegar prjónauppskriftir af ýmsum ullarvarningi eins og peysum, húfum og vettlingum. Eða allt sem þú þarft fyrir hinn íslenska vetur. Það sem einkennir prjónaflíkurnar er að þær eru bæði smart og hlýjar. Forlagið gaf leyfi fyrir birtingu á uppskrift af peysunni Kristal.
Mikið prjónaæði hefur gripið landsmenn og því ekki úr vegi að finna eitthvað nýtt til að fitja upp á. Á dögunum kom Ullaræði 2 út hjá Forlaginu en í bók Heli Nikula er að finna einstaklega smekklegar prjónauppskriftir af ýmsum ullarvarningi eins og peysum, húfum og vettlingum. Eða allt sem þú þarft fyrir hinn íslenska vetur. Það sem einkennir prjónaflíkurnar er að þær eru bæði smart og hlýjar. Forlagið gaf leyfi fyrir birtingu á uppskrift af peysunni Kristal.
Í þessari peysu þarf að vanda sig sérstaklega við litavalið. Mynsturliturinn þarf að skera sig vel frá báðum grunnlitunum. Stærðir XXS, XS, S, M, L, XL, XXL.
Stærðirnar eru ekki staðlaðar. Gætið þess að velja rétta stærð eftir málum peysunnar. Uppgefin mál eru af prjónaðri peysu.
Léttlopi 50 g /100 g hnota
Aðferð:
Prjónið bol og ermar í hring neðan frá og upp. Sameinið bol og ermar á einn hringprjón við hand-veginn og prjónið axlastykkið í hring. Á bolnum byrjar umferð á vinstri hlið en á axlastykki þar sem bak og vinstri ermi mætast. Tekið er úr með laskaúrtöku á ermum.
Setjið þessar L á lykkjunælu ásamt 4 (4) 5 (6) 6 (7) 8 L í byrjun næstu umf. Nú eru samtals 9 (9) 11 (12) 13 (14) 16 handvegs-L á lykkjunælunni.
Prjónið framstykkið
Ef þið viljið staðsetja mynstrið þannig að miðja þess verði á miðju fram- og bakstykkis (mitt á milli laska-úrtaka) þarf að telja L og finna miðjuna að framan og miðjuna að aftan (ágætt að setja merki). Miðjan að framan er mitt á milli annars og þriðja prjónamerkis. Teljið síðan frá miðju að framan aftur á bak, í átt að byrjun umf, til að finna hvar á að byrja í mynstrinu. Athugið að hver mynstureind er 12 L. Sjötta lykkjan (miðja mynstureindar) á að lenda á miðju á fram- og bakstykki.
Peysurnar á myndunum eru ekki prjónaðar með miðjusettu mynstri.
Úrtaka hægra megin við prjónamerkið: Þegar 3 L eru eftir að næsta merki, prjónið 1 L slétt með viðeigandi grunnlit og næstu 2 L slétt saman. Samtals átta L teknar úr í úrtökuumf.
Nú getið þið fjarlægt prjónamerkin. Skiljið samt eftir merki við byrjun umf.
Stærðir XXS og XS: Hefjið styttar umf hér ef þið viljið upphækkun að aftan.
Stærð S: Prjónið eina umf og takið úr jafnt yfir næstu umf á eftir 18 L = 78 L.
Stærð M: Takið úr í næstu umf jafnt yfir umf 22 L. = 78 L.
Stærð L: Takið úr í næstu umf jafnt yfir umf 24 L = 80 L.
Stærð XL: Prjónið eina umf og takið úr jafnt yfir næstu umf á eftir 36 L = 80 L.
Stærð XXL: Takið úr í næstu umf jafnt yfir umf 30 L
= 82 L.
Hér eru prjónaðar 4–6 styttar umf til að fá upphækkun aftan á hálsmáli. Ef aðferðin er ekki kunnugleg má sleppa henni. Leiðbeiningar um aðferðina er að finna á bls. 24 í bókinni og á YouTube-rás Villahullu.
Það eru til góðar leiðbeiningar um snúruaffellingu (I-cord-bind/cast-off), t.d. á YouTube.
Bleytið peysuna í volgu vatni svo allt loft fari úr henni. Handþvoið peysuna með ullarsápu eða þvoið hana í þvottavél, færið hana þá varlega í þvottavélina (þannig að hún nái ekki að togna) og stillið ullarþvottakerfið á 30°C eða minna. Setjið ráðlagðan skammt af Lopi ullarnæringu í mýkingarefnishólfið.
Eftir þvottinn er peysan lögð flöt í rétta stærð, t.d. á baðgólf með gólfhita. Vélþvottur er alltaf á eigin ábyrgð, framleiðendur lopabandsins bera ekki ábyrgð á mismunandi þvottavélum og vindingu.
Þið getið skoðað fleiri litamöguleika á Instagram með því að velja myllumerkið #kideneule. Munið að merkja myndir af ykkar peysu með myllumerkinu.