Hvernig hljómar penne pasta með beikoni og sveppum?

Uppskriftir | 14. október 2024

Hvernig hljómar penne pasta með beikoni og sveppum?

Hér er á ferðinni ljúffengur pastaréttur sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar. Það er lauflétt að töfra fram þennan pastarétt og ef ykkur líkar við beikon og sveppi á þessi réttur eftir að slá í gegn.

Hvernig hljómar penne pasta með beikoni og sveppum?

Uppskriftir | 14. október 2024

Girnilegur pastaréttur úr smiðju Berglindar Hreiðars.
Girnilegur pastaréttur úr smiðju Berglindar Hreiðars. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hér er á ferðinni ljúffengur pastaréttur sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar. Það er lauflétt að töfra fram þennan pastarétt og ef ykkur líkar við beikon og sveppi á þessi réttur eftir að slá í gegn.

Hér er á ferðinni ljúffengur pastaréttur sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar. Það er lauflétt að töfra fram þennan pastarétt og ef ykkur líkar við beikon og sveppi á þessi réttur eftir að slá í gegn.

Penne pasta með beikoni og sveppum

Fyrir 4-6

  • 400 g penne pasta
  • 50 g smjör
  • 250 g sveppir
  • 250 g beikon
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 400 ml rjómi
  • 100 g rjómaostur
  • 1 lúka parmesanostur (rifinn)
  • ½ sítróna (safinn)
  • 1 msk. sojasósa
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Klettasalat
  • Pekanhnetur saxaðar

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka og eldið beikonið þar til það er stökkt.
  2. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjörinu, kryddið eftir smekk.
  3. Rífið hvítlauksgeirana niður þegar sveppirnir hafa mýkst og steikið með þeim stutta stund.
  4. Hellið nú rjómanum og rjómaostinum saman við ásamt parmesanosti og blandið öllu saman í sósu.
  5. Bætið sojasósu og sítrónusafa við í lokin og meira kryddi ef þurfa þykir.
  6. Hrærið soðnu pastanu saman við rjómasósuna ásamt söxuðu beikoni og toppið með klettasalati og söxuðum pekanhnetum, einnig parmesanosti sé þess óskað.
mbl.is