Móðir Biöncu Sensori, Alexandra Sensori, reynir að forðast dramatíkina sem hefur skapast í kringum ásakanir um að Kanye West hafi sagst viljað sofa hjá henni að dóttur hennar viðstaddri.
Móðir Biöncu Sensori, Alexandra Sensori, reynir að forðast dramatíkina sem hefur skapast í kringum ásakanir um að Kanye West hafi sagst viljað sofa hjá henni að dóttur hennar viðstaddri.
Móðir Biöncu Sensori, Alexandra Sensori, reynir að forðast dramatíkina sem hefur skapast í kringum ásakanir um að Kanye West hafi sagst viljað sofa hjá henni að dóttur hennar viðstaddri.
Alexandra var í erindum í Ivanhoe úthverfi Melbourne í Ástralíu í dag þegar fréttamenn nálguðust hana til að fá viðbrögð við téðum ásökunum. Hún er sögð hafa neitað að tjá sig.
Ásakanirnar á hendir West voru lagðar fram þann 8. október og koma frá Lauren Pisciotta sem starfaði hjá Yeezy, fyrirtæki West, árin 2021 og 2022.
Pisciotta heldur því fram að einn af „kynferðislegum hnökrum“ West hafi verið að vilja sofa hjá mæðrum þeirra kvenna sem hann átti í sambandi við. En Pisciotta er með, því til sönnunar, skilaboð frá West til Biöncu þar sem hann lýsir því yfir að vilja komast yfir móður hennar.
Í málsókn á hendur rapparanum segir að Pisciotta saki West um að hafa blandað óþekktu lyfi í drykk hennar og misnotað hana kynferðislega í stúdíói ásamt rapparanum og framleiðandanum Sean „Diddy“ Combs. En sá síðarnefndi hefur verið ákærður fyrir m.a. kynlífsmansal í öðrum ótengdum málum.
Pisciotta hafi fljótlega misst alla stjórn á sér eftir að hafa smakkað á drykknum og vaknað með mikla skömm daginn eftir þrátt fyrir að hafa ekki vitað hvað átti sér stað kvöldinu áður.
Skömmu eftir atvikið var Pisciotta látin fara frá fyrirtækinu.
Pisciotta heldur því fram að þetta hafi átt sér stað á meðan West var kvæntur. En hann var eiginmaður Kim Kardashian á árunum 2014-2022 og kvæntist svo Biöncu stuttu eftir skilnaðinn við Kim, í desember 2022.
Talsmenn West hafa sagt að Pisciotta hefði haft upp á rapparanum og sótt um starf hjá Yeezy aðeins í kynferðislegum og efnislegum tilgangi.