Með tvær byssur skammt frá kosningafundi Trumps

Með tvær byssur skammt frá kosningafundi Trumps

Karlmaður var handtekinn nálægt kosningafundi Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, með haglabyssu og hlaðna skammbyssu.

Með tvær byssur skammt frá kosningafundi Trumps

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 14. október 2024

Donald Trump á kosningafundi í gær.
Donald Trump á kosningafundi í gær. AFP/Caitlin O´Hara

Karlmaður var handtekinn nálægt kosningafundi Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, með haglabyssu og hlaðna skammbyssu.

Karlmaður var handtekinn nálægt kosningafundi Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, með haglabyssu og hlaðna skammbyssu.

Kosningafundurinn fór fram í Coachella í Kaliforníu-ríki í gær.

Maðurinn hafði ekki leyfi fyrir byssunum. Bandaríska leyniþjónustan sagðist vita af handtökunni og að hvorki Trump né fundargestir hefðu verið í neinni hættu. Rannsókn stendur yfir á málinu.

Maðurinn sem var handtekinn heitir Vem Miller og er 49 ára frá Las Vegas. Honum var sleppt lausum gegn tryggingu. Hann var á svörtum jeppa þegar hann var stöðvaður við eftirlit lögreglunnar.

Stuðningsmenn Trumps.
Stuðningsmenn Trumps. AFP/Rebecca Noble

Lögreglustjórinn í Riverside-sýslu sagði um manninn sem var handtekinn að það væri „algjörlega engin leið fyrir nokkurt okkar að vita hvað var að gerast í höfðinu á honum“.

Hann bætti við að maðurinn hefði verið með mörg vegabréf og skilríki með mismunandi nöfnum í bílnum, sem voru óskráð.

Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að ráða Trump af dögum. Sú fyrri var gerð í Pennsylvaníu-ríki þegar byssukúla strauk eyra hans og sú síðari hjá golfvelli hans í Flórída.

mbl.is