Tugmilljarða uppbygging á Ásbrú

Húsnæðismarkaðurinn | 14. október 2024

Tugmilljarða uppbygging á Ásbrú

Á næstu þremur árum á að ráðast í uppbyggingu á allavega 800 íbúðum á Ásbrú. Áður hafði verið tilkynnt um uppbyggingu 150 íbúða, en nú er ráðgert að farið verði í uppbyggingu allavega 650 íbúða til viðbótar til að mæta mikilli eftirspurn eftir íbúðahúsnæði. Um er að ræða tugmilljarða uppbyggingu á næstu árum.

Tugmilljarða uppbygging á Ásbrú

Húsnæðismarkaðurinn | 14. október 2024

Ásbrúarsvæðið er hluti af Reykjanesbæ. Þar er gamla varnarsvæðið á …
Ásbrúarsvæðið er hluti af Reykjanesbæ. Þar er gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á næstu þremur árum á að ráðast í uppbyggingu á allavega 800 íbúðum á Ásbrú. Áður hafði verið tilkynnt um uppbyggingu 150 íbúða, en nú er ráðgert að farið verði í uppbyggingu allavega 650 íbúða til viðbótar til að mæta mikilli eftirspurn eftir íbúðahúsnæði. Um er að ræða tugmilljarða uppbyggingu á næstu árum.

Á næstu þremur árum á að ráðast í uppbyggingu á allavega 800 íbúðum á Ásbrú. Áður hafði verið tilkynnt um uppbyggingu 150 íbúða, en nú er ráðgert að farið verði í uppbyggingu allavega 650 íbúða til viðbótar til að mæta mikilli eftirspurn eftir íbúðahúsnæði. Um er að ræða tugmilljarða uppbyggingu á næstu árum.

Á miðvikudaginn verða þessi áform kynnt nánar, en þá er stefnt að því að undirritaður verði samningur Kadeco, Reykjanesbæjar og ríkissins.

Fyrirhugað er að fara í umfangsmikla uppbyggingu á Ásbrú á …
Fyrirhugað er að fara í umfangsmikla uppbyggingu á Ásbrú á komandi árum. Tölvuteiknuð mynd/Kadeco

Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, segir í samtali við mbl.is að sú uppbygging sem kynnt hafi verið fyrr í sumar hafi verið útboð sem var klárað við verktaka sem fékk úthlutaða lóð. Nú eigi hins vegar að gera samkomulag milli Kadeco, Reykjanesbæjar og ríkisins þar sem Kadeco leggur til hluta fjárfestingar við ákveðna innviðauppbyggingu á svæðinu í stað Reykjanesbæjar.

Með því segir Pálmi að hægt verði að ráðast fyrr í uppbyggingu á svæðinu og segir hann að horft sé til þess að á næstu þremur árum verði allavega hægt að ráðast í uppbyggingu á reitum með yfir 650 íbúðum.

„Við erum að reyna að hraða uppbyggingu og mæta vöntun á íbúðamarkaði.“ Segir hann að með þessu fyrirkomulagi takist að nýta núverandi innviði svæðisins, hraða framkvæmdum við nýja innviði og þétta byggð fyrr. Allt eigi það að vera mjög ákjósanlegt bæði fyrir Kadeco og Reykjanesbæ.

Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco.
Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. mbl.is/Anton Brink

Miðað við lauslega útreikninga mbl.is má gera ráð fyrir að heildaruppbygging þessara verkefna muni hlaupa á tugum milljarða, en þá er bæði horft til uppbyggingar íbúða, innviða og skólabygginga.

Frekari upplýsingar um verkefnið munu koma fram á miðvikudaginn, en þá munu ásamt Pálma þau Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynna uppbyggingaráformin.

mbl.is