Aðdáendur Bomer vonsviknir

Poppkúltúr | 15. október 2024

Aðdáendur Bomer vonsviknir

Aðdáendur bandaríska leikarans Matt Bomer urðu fyrir vonbrigðum þegar hann mætti ekki í eigin persónu á heiðurskvöld umhverfissamtakanna Hudson River Park Friends á fimmtudag.

Aðdáendur Bomer vonsviknir

Poppkúltúr | 15. október 2024

Leikarinn hefur farið með hlutverk í vinsælum kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum …
Leikarinn hefur farið með hlutverk í vinsælum kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum síðustu ár. Ljósmynd/AFP

Aðdáendur bandaríska leikarans Matt Bomer urðu fyrir vonbrigðum þegar hann mætti ekki í eigin persónu á heiðurskvöld umhverfissamtakanna Hudson River Park Friends á fimmtudag.

Aðdáendur bandaríska leikarans Matt Bomer urðu fyrir vonbrigðum þegar hann mætti ekki í eigin persónu á heiðurskvöld umhverfissamtakanna Hudson River Park Friends á fimmtudag.

Bomer og eiginmaður hans, kynningarfulltrúinn Simon Halls, voru sérstakir heiðursgestir og höfðu fjölmargir aðdáendur Magic Mike-stjörnunnar verslað sér miða á viðburðinn í þeirri von um að hitta leikarann sem sást þó aðeins í mýflugumynd á skjávarpa.

Leikarinn, best þekktur fyrir hlutverk sín í White Collar, American Horror Story, Will & Grace og Magic Mike-trílógíunni, gat því miður ekki verið viðstaddur sökum taka.

Bað viðstadda afsökunar

Bomer, sem sat við hlið eiginmanns síns í myndbandinu, byrjaði á því að biðja viðstadda afsökunar og hélt svo áfram og talaði um hvað Hudson River Park-garðurinn í New York væri þýðingarmikill fyrir hann og fjölskyldu hans. Bomer og Halls eru foreldrar þriggja drengja.

Þrátt fyrir fjarveru leikarans söfnuðust ríflega 411 milljónir íslenskra króna fyrir samtökin. Meðal gesta á viðburðinum voru athafnakonan Martha Stewart, sjónvarpsmaðurinn Ronny Chieng og stjórnmálamennirnir Brian Kavanaugh og Erik Bottcher.

mbl.is