Hrædd við að deyja á heimili þeirra

Dagmál | 15. október 2024

Hrædd við að deyja á heimili þeirra

Skáldsagan Límonaði frá Díafani segir frá ferð Elísabetar Jökulsdóttur til Grikklands með foreldrum sínum. Hún hefur skrifað talsvert um erfitt samband sitt við föður sinn og móður sína.

Hrædd við að deyja á heimili þeirra

Dagmál | 15. október 2024

Skáldsagan Límonaði frá Díafani segir frá ferð Elísabetar Jökulsdóttur til Grikklands með foreldrum sínum. Hún hefur skrifað talsvert um erfitt samband sitt við föður sinn og móður sína.

Skáldsagan Límonaði frá Díafani segir frá ferð Elísabetar Jökulsdóttur til Grikklands með foreldrum sínum. Hún hefur skrifað talsvert um erfitt samband sitt við föður sinn og móður sína.

Elísabet skrifaði um föður sinn, Jökul Jakobsson, í skáldsögunni Aprílsólarkulda, og móður sína, Jóhönnu Kristjónsdóttur, í skáldsögunni Saknaðarilmi. Samband hennar við foreldra sína var erfitt að mörgu leyti, eins og hún hefur lýst því og í viðtali í Dagmálum segist hún hafa verið hrædd við að deyja á heimili þeirra.

„Það var stundum ekki til neitt að borða, stundum engin tilfinningaleg nánd eða tilfinningaleg snerting þannig að ég var bara hrædd við að deyja á heimilinu.

Svo fór ég bara í hlutverk, ég var annaðhvort svarti sauðurinn að hrekkja minni máttar, var nú ekkert mikið að hrekkja reyndar, eða ég var ofsalega góð við mömmu að hjálpa henni til þess að finna ekki kvíðann yfir því að deyja. Ég fer í tvö hlutverk og hlutverkin tengja mann ekkert við sálina, þau tengja mann ekkert við persónuleikann.“

mbl.is