Kotasælusnakkið það heitasta í dag

Uppskriftir | 15. október 2024

Kotasælusnakkið það heitasta í dag

Helga Magga heilsumarkþjálfi og áhrifavaldur er komin með heitasta snakkið fyrir millimál. Hér þarf einungis tvö hráefni og svo er þetta hollara en flest annað. Þetta er kotasælusnakk, hvert hrökkkex er um 20 g og þið veljið uppáhaldskryddið ykkar til að krydda kexið með.

Kotasælusnakkið það heitasta í dag

Uppskriftir | 15. október 2024

Helga Magga kann að gera einfaldasta hrökkkex í heimi. Einungis …
Helga Magga kann að gera einfaldasta hrökkkex í heimi. Einungis tvö hráefni í þessum. Samsett mynd

Helga Magga heilsumarkþjálfi og áhrifavaldur er komin með heitasta snakkið fyrir millimál. Hér þarf einungis tvö hráefni og svo er þetta hollara en flest annað. Þetta er kotasælusnakk, hvert hrökkkex er um 20 g og þið veljið uppáhaldskryddið ykkar til að krydda kexið með.

Helga Magga heilsumarkþjálfi og áhrifavaldur er komin með heitasta snakkið fyrir millimál. Hér þarf einungis tvö hráefni og svo er þetta hollara en flest annað. Þetta er kotasælusnakk, hvert hrökkkex er um 20 g og þið veljið uppáhaldskryddið ykkar til að krydda kexið með.

Helga Magga notar beyglukrydd og rífur þessar í sig eins og enginn sé morgundagurinn. Hún deildi með fylgjendum sínum á Instagram-síðu sinni eftirfarandi myndbandi þar sem hægt er að sjá hvernig hún gerir þetta einfalda kotasælusnakk.

Kotasælusnakk

  • 1 stór dós kotasæla
  • Krydd að eigin vali

Aðferð:

  1. Hitið bakarofn í 140°C hita.
  2. Byrjið á því að þeyta kotasæluna með töfrasprota eða gaffli.
  3. Takið til ofnplötu klædda bökunarpappír.
  4. Síðan er að setja deigið á plötuna með matskeið. Hafið smá bil á milli líkt og Helga Magga gerir í myndbandinu.
  5. Setjið inn í heitan ofn í 35 til 40 mínútur, það þarf að fylgjast með í lokin og jafnvel baka styttra eða lengja tímann.
  6. Berið fram og njótið.
mbl.is