Ferðalög bjóða upp á alls kyns upplifun, þau eru skemmtileg, fræðandi og róandi. Gætu jafnvel verið lífsbreytandi. En ýmislegt ber að varast samkvæmt Travel and Leisure, sérstaklega þegar innritað er inn á nýtt hótel. Ákveðin vitneskja um óhreinindi á hótelherbergjum gæti fengið gesti til að vera með sprittbrúsann á lofti.
Ferðalög bjóða upp á alls kyns upplifun, þau eru skemmtileg, fræðandi og róandi. Gætu jafnvel verið lífsbreytandi. En ýmislegt ber að varast samkvæmt Travel and Leisure, sérstaklega þegar innritað er inn á nýtt hótel. Ákveðin vitneskja um óhreinindi á hótelherbergjum gæti fengið gesti til að vera með sprittbrúsann á lofti.
Ferðalög bjóða upp á alls kyns upplifun, þau eru skemmtileg, fræðandi og róandi. Gætu jafnvel verið lífsbreytandi. En ýmislegt ber að varast samkvæmt Travel and Leisure, sérstaklega þegar innritað er inn á nýtt hótel. Ákveðin vitneskja um óhreinindi á hótelherbergjum gæti fengið gesti til að vera með sprittbrúsann á lofti.
Brian Labus, lektor í faralds- og líffræði við háskólann í Nevada í Las Vegas, segir ísföturnar vera aðal vandamálið þegar kemur að útbreiðslu sýkinga.
Hann mælir eindregið með að fóðra föturnar að innan áður en þær eru notaðar. Hann nefnir nóróveiru-hópsýkingu sem þeir rannsökuðu fyrir nokkrum árum. Fólk sem kastaði upp hafi gripið í það sem var hendi næst; ísfötuna.
Þegar baðherbergin voru sótthreinsuð fyrir næstu gesti, hafi ísföturnar aðeins verið skolaðar. Næstu gestir hafi því fengið óvænta viðbót með klökunum í ísfötunni.
Þá segir hann að ekki nokkur leið sé að verjast smiti sem þessu á hótelherbergjum, nema gestir taki upp á að þrífa herbergin sjálfir fyrir notkun.
Hann mælir jafnframt með að gestir hagi sér eins og sóttvarnalæknar við komuna á nýtt hótelherbergi.