„Fyrir utan þetta hef ég aldrei lent í rasisma“

Dagmál | 16. október 2024

„Fyrir utan þetta hef ég aldrei lent í rasisma“

„Ég heyrði þetta ekki sjálfur, Ingi Þór Steinþórsson heyrði þetta og lét mig vita af þessu strax eftir leik,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.

„Fyrir utan þetta hef ég aldrei lent í rasisma“

Dagmál | 16. október 2024

„Ég heyrði þetta ekki sjálfur, Ingi Þór Steinþórsson heyrði þetta og lét mig vita af þessu strax eftir leik,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.

„Ég heyrði þetta ekki sjálfur, Ingi Þór Steinþórsson heyrði þetta og lét mig vita af þessu strax eftir leik,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.

Kristófer, sem er þrítugur, varð Íslandsmeistari með Val á dögunum eftir sigur gegn Grindavík í oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins.

Geta litið upp til mín

Kristófer varð fyrir kynþáttaníði í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í deildarleik gegn Tindastóli í janúar árið 2019 en hann opnaði sig um atvikið í færslu sem hann deildi á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á sínum tíma.

„Fyrir utan þetta hef ég aldrei lent í rasisma, hvorki hér heima né erlendis,“ sagði Kristófer.

„Það er gott fyrir yngri iðkendur, sem eru með erlendan bakgrunn eða eiga erlenda foreldra, sem geta litið upp til mín.

Ég er sjálfur blandaður og þegar ég var yngri þá var enginn fyrirmynd fyrir mig til þess að líta upp til,“ sagði Kristófer meðal annars.

Viðtalið við Kristófer í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kristófer Acox.
Kristófer Acox. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is