Stjórnarslit raski ekki vaxtalækkun

Vextir á Íslandi | 16. október 2024

Stjórnarslit raski ekki vaxtalækkun

„Viðbrögð skuldabréfamarkaðarins við stjórnarslitunum benda til að ríkisstjórnin hafi ekki verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá honum. Oftar en ekki er reiknað með neikvæðum viðbrögðum við svona tíðindum sem alla jafna auka óvissu en á endanum er það markaðurinn sem kýs – viðbrögðin núna benda frekar til þess að óvissu hafi verið eytt en að óvissa hafi aukist,“ segir Agnar Tómas Möller, fjárfestir á skuldabréfamarkaði, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Stjórnarslit raski ekki vaxtalækkun

Vextir á Íslandi | 16. október 2024

„Viðbrögð skuldabréfamarkaðarins við stjórnarslitunum benda til að ríkisstjórnin hafi ekki verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá honum. Oftar en ekki er reiknað með neikvæðum viðbrögðum við svona tíðindum sem alla jafna auka óvissu en á endanum er það markaðurinn sem kýs – viðbrögðin núna benda frekar til þess að óvissu hafi verið eytt en að óvissa hafi aukist,“ segir Agnar Tómas Möller, fjárfestir á skuldabréfamarkaði, í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Viðbrögð skuldabréfamarkaðarins við stjórnarslitunum benda til að ríkisstjórnin hafi ekki verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá honum. Oftar en ekki er reiknað með neikvæðum viðbrögðum við svona tíðindum sem alla jafna auka óvissu en á endanum er það markaðurinn sem kýs – viðbrögðin núna benda frekar til þess að óvissu hafi verið eytt en að óvissa hafi aukist,“ segir Agnar Tómas Möller, fjárfestir á skuldabréfamarkaði, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann áréttar þó að margt geti breytt þeirri mynd á næstu mánuðum.

„Fyrir utan hvernig stjórn landsins verði háttað fram að kosningum er óvissa um hvernig ýmis þau mál sem ríkisstjórnin hafði sett á dagskrá og hafa áhrif á skuldabréfamarkað munu fara. Þar ber kannski hæst annars vegar söluna á Íslandsbanka, sem gæti haft áhrif á útgáfu­áætlun ríkissjóðs [á skuldabréfamarkaði], og hins vegar hvort framkvæmd skattlagningar bensíngjalds á nýju ári nái í gegn. Skuldabréf hafa verið verðlögð mjög stíft með hliðsjón af því.“

Þá geti skipt máli hvernig kjaradeila kennara muni þróast.

„Markaðurinn virðist ekki vera að velta þessari deilu fyrir sér eins og staðan er núna, en ég hugsa að ef það er eitthvað sem ætti að setja markaðinn úr jafnvægi þá væri það sennilega sambland af stjórnarkreppu og uppnámi á vinnumarkaði,“ segir Agnar.

Hagtölur ráði vaxtaákvörðun

Nokkur umræða hefur skapast um hugsanleg áhrif stjórnarslita, kosninga og myndunar nýrrar ríkisstjórnar á ákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á komandi misserum. Agnar telur áhrifin verða hverfandi.

„Ég held að Seðlabankinn muni ekki horfa mikið til þess hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga. Bankinn mun fyrst og fremst horfa á hagtölur og verðbólgutölur, horft fram á veginn. Verði verðbólgumælingar áfram í lagi og verðbólguvæntingarnar frekar á niðurleið, þá hefur Seðlabankinn alveg nægar ástæður til þess að lækka vexti á næsta fundi og næstu fundum. Raunvaxtaaðhaldið er einfaldlega það hátt að ég held að hann þurfi ekkert að láta þetta stoppa sig í að halda áfram með vaxtalækkanir, þó ekki nema til að halda raunvöxtum stöðugum.“

mbl.is