Svipmynd: Fjármögnun áskorun til framtíðar

Viðskiptalífið | 16. október 2024

Svipmynd: Fjármögnun áskorun til framtíðar

Eggert Þór Kristófersson forstjóri First Water segist ekki hefðu getað staðið sig sem bankamaður, bensínsali, kaupmaður og núna sem laxabóndi nema með dyggum stuðningi frá konu sinni, henni Ágústu. Hann leiðir um þessar mundir uppbyggingu á landeldisstöð First Water í Þorlákshöfn, sem líklega verður ein stærsta einkaframkvæmd Íslandssögurnar. Reiknað er með að heildarkostnaður verði um 115 milljarðar króna.

Svipmynd: Fjármögnun áskorun til framtíðar

Viðskiptalífið | 16. október 2024

Eggert Þór Kristófersson Forstjóri First Water vill að Alþingi setji …
Eggert Þór Kristófersson Forstjóri First Water vill að Alþingi setji ný lög um fiskeldi og búi þannig til heildstæðan ramma, sem atvinnugreinin getur unnið eftir til lengri tím mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eggert Þór Kristófersson forstjóri First Water segist ekki hefðu getað staðið sig sem bankamaður, bensínsali, kaupmaður og núna sem laxabóndi nema með dyggum stuðningi frá konu sinni, henni Ágústu. Hann leiðir um þessar mundir uppbyggingu á landeldisstöð First Water í Þorlákshöfn, sem líklega verður ein stærsta einkaframkvæmd Íslandssögurnar. Reiknað er með að heildarkostnaður verði um 115 milljarðar króna.

Eggert Þór Kristófersson forstjóri First Water segist ekki hefðu getað staðið sig sem bankamaður, bensínsali, kaupmaður og núna sem laxabóndi nema með dyggum stuðningi frá konu sinni, henni Ágústu. Hann leiðir um þessar mundir uppbyggingu á landeldisstöð First Water í Þorlákshöfn, sem líklega verður ein stærsta einkaframkvæmd Íslandssögurnar. Reiknað er með að heildarkostnaður verði um 115 milljarðar króna.

Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Við hjá First Water erum að byggja félag frá „startup“ og upp í fyrirtæki sem verður með talsverð umsvif á næstu árum. Á sama tíma erum við að byggja 50.000 tonna landeldisstöð sem er flókið en skemmtilegt verkefni. Fjármögnunin á fyrirtækinu er síðan mjög fyrirferðarmikið verkefni og nánast fullt starf en fjármögnun verður áskorun næstu misserin.

Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir?

Ráðstefnan Lagarlíf sem var haldin 8.-9. október í Hörpu, en á henni var rætt um atvinnugreinina frá ýmsum hliðum og mér fannst ráðstefnan mjög upplýsandi og áhugaverð.

Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi?

Ég reyni að fara þrisvar í viku í ræktina og taka þar á því með einkaþjálfara og finn að það er mér mikilvægt. Síðan á sumrin – en að vísu kom ekkert sumar þetta árið – þá spila ég golf einu sinni í viku með gólfhópnum Væringjum. Væringjarnir eru Valsarar og það er mjög góður félagsskapur, en golfhringur er íþrótt og núvitund í senn, þar sem þú ert að ganga úti við og reyna að slá golfbolta. Varðandi innblástur þá er ég að vinna með frábærum hópi starfsfólks og eigenda sem veita mér innblástur á hverjum degi en hvern dag gerist alltaf eitthvað óvænt og spennandi.

Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýtt starf?

Ég er mikill prinsippmaður og eitt þeirra er að vinna bara með skemmtilegu fólki og ég hef verið heppinn að fá að starfa á skemmtilegum vinnustöðum. Mig hefur lengi dreymt um að fá vinnu sem kennari og vona að ég fá tækifæri til að starfa á þeim vettvangi áður en ég legg skóna á hilluna.

Hver eru helstu verkefnin fram undan?

Núna erum við að klára næstu tankastærð (25 metra tankar á breidd) sem munu opna möguleika á að framleiða +5 kg fisk en þegar það klárast er kominn enn einn stóri áfanginn fyrir félagið. Svo erum við að klára bankafjármögnun og í framhaldinu heldur áfram vinna með erlendum banka til að sækja nýtt hlutafé á næstu mánuðum.

Hvaða bók (eða hugsuður) hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar?

Warren Buffet er maður sem ég hef lengi fylgst með og lesið bækur eftir. Einnig hef ég farið tvisvar sinnum á aðalfund hjá Berkshire Hathaway í Omaha og það var mikil upplifun. Líklega hef ég þó lært einna mest af mörgum þeim sem ég hef unnið fyrir og með í gegnum árin og nýti mér þá visku til að leysa verkefni hvers dags. En mamma mín kenndi mér helstu lífsreglurnar og ég lifi lífi mínu talsvert eftir þeim.

Hvernig heldurðu þekkingu þinni við?

Fylgist vel með því sem er að gerast í gegnum fjölmiðla og er duglegur að hitta fólk og ræða við það um okkar atvinnugrein. Ekki má vanmeta að spyrja spurninga sem eru ekki endilega allar góðar en maður þarf að spyrja til að læra og skilja umhverfið sem maður starfar í á hverjum tíma.

Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið?

Ég hélt erindi á Lagarlífsráðstefnunni í síðustu viku um mikilvægi þess að Alþingi setji ný lög um fiskeldi og búi þannig til heildstæðan ramma, sem atvinnugreinin getur unnið eftir til lengri tíma. Græn orka, hreint vatn og aðgengi að jarðsjó eru einstök tækifæri sem við í First Water munum notast við til að framleiða ofurfæðu (e. superfood) til útflutnings. Þetta eru virkilega áhugaverð og skemmtilegt viðfangsefni sem eru fram undan í fiskeldi hér á landi.

Hvað myndir þú læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu?

Það væru þá kennsluréttindi en þau störf sem ég hef unnið síðustu 25 árin eru þannig að masterspróf er ekki eitthvað sem ég tel að væri góð fjárfesting fyrir mig.

Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráður í einn dag?

Að allir Íslendingar fái ár hvert vikuferð á veturna til Tenerife sem myndi minnka kostnað við heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið.



mbl.is