Útilokar að gefa eftir landssvæði

Úkraína | 16. október 2024

Útilokar að gefa eftir landssvæði

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti útilokaði í morgun að gefa eftir nokkuð af úkraínsku landssvæði til Rússlands. Á sama tíma kynnti hann fyrir þinginu svokallaða siguráætlun, sem lengi hefur verið beðið eftir.

Útilokar að gefa eftir landssvæði

Úkraína | 16. október 2024

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti útilokaði í morgun að gefa eftir nokkuð af úkraínsku landssvæði til Rússlands. Á sama tíma kynnti hann fyrir þinginu svokallaða siguráætlun, sem lengi hefur verið beðið eftir.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti útilokaði í morgun að gefa eftir nokkuð af úkraínsku landssvæði til Rússlands. Á sama tíma kynnti hann fyrir þinginu svokallaða siguráætlun, sem lengi hefur verið beðið eftir.

Í ræðu sem hann hélt greindi hann frá siguráætlun sinni, sem er í fimm liðum.

Selenskí hvatti jafnframt Vesturlönd til að framlengja „boð um að ganga í NATO núna“.

Selenskí er hann ávarpaði úkraínska þingið í morgun.
Selenskí er hann ávarpaði úkraínska þingið í morgun. AFP

Hann sagði Rússa hafa grafið undan öryggi í Evrópu vegna þess að Úkraína væri ekki hluti af NATO. Einnig ítrekaði hann ósk sína um að Vesturlönd leyfðu Úkraínumönnum að nota langdræg vopn til að skjóta á hernaðarlega mikilvæga staði á rússnesku landssvæði.

Sömuleiðis bað hann um aðstoð við að útvega búnað fyrir hermenn.

Selenskí kvaðst ætla að kynna siguráætlun sína fyrir evrópskum ráðamönnum á morgun.

AFP
mbl.is