Erindi ríkisstjórnarinnar var komið á endastöð

Alþingiskosningar 2024 | 17. október 2024

Erindi ríkisstjórnarinnar var komið á endastöð

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það hafa verið heiður að starfa með fráfarandi ríkisstjórn, sem hafi verið langlífasta þriggja flokka ríkisstjórn lýðveldissögunnar.

Erindi ríkisstjórnarinnar var komið á endastöð

Alþingiskosningar 2024 | 17. október 2024

Bjarni á Alþingi í morgun.
Bjarni á Alþingi í morgun. mbl.is/Eyþór

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það hafa verið heiður að starfa með fráfarandi ríkisstjórn, sem hafi verið langlífasta þriggja flokka ríkisstjórn lýðveldissögunnar.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það hafa verið heiður að starfa með fráfarandi ríkisstjórn, sem hafi verið langlífasta þriggja flokka ríkisstjórn lýðveldissögunnar.

„Hér eru aðstæður ekki fullkomnar frekar en annars staðar en við stöndum sannarlega hvað fremst meðal annarra þjóða,“ sagði Bjarni á Alþingi, þar sem hann tilkynnti um þingrof og alþingiskosningar.

Hann sagði stjórnina hafa verið skipaða fólki sem hefði sameinast um að stuðla að framförum á Íslandi. Hún hefði meðal annars tekist á við heimsfaraldur, jarðelda og stríð úti í heimi.

„Ég er stoltur af því hvernig við höfum virkjað samstöðuna margítrekað við Íslendingar þegar á reynir,” sagði hann.

Svandís Svavarsdóttir og Bjarni Bendiktsson á Alþingi í morgun.
Svandís Svavarsdóttir og Bjarni Bendiktsson á Alþingi í morgun. mbl.is/Eyþór

Þurfti að leggja framhaldið í dóm kjósenda

Bjarni nefndi að þótt ríkisstjórnin gæti gengið stolt frá borði hefði erindi hennar verið komið á endastöð. Hann hefði ekki séð annan kost í stöðunni en að leggja framhaldið í dóm kjósenda. Benti hann á að Íslendingar tilheyrðu aðeins 8% mannkyns þar sem svokallað fullt lýðræði væri til staðar. Því þyrfti fólk að vanda sig í komandi kosningabaráttu.

Hann hvatti þingheim til að nýta tímann sem eftir lifir af þinginu til að berjast fyrir áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta sem skiptu fyrirtækin og heimilin langmestu máli um þessar mundir.

Hvatti hann jafnframt þingmenn til að sameinast um að samþykkja aðhaldssöm fjárlög fyrir næsta ár og hvatti einnig þingið til að ljúka störfum sínum með sóma.

mbl.is