Ian McKellen djammaði með hálfnöktum karlmönnum

Poppkúltúr | 17. október 2024

Ian McKellen djammaði með hálfnöktum karlmönnum

Breski leikarinn Sir Ian McKellen er ekki dauður úr öllum æðum.

Ian McKellen djammaði með hálfnöktum karlmönnum

Poppkúltúr | 17. október 2024

Ian McKellen hefur gaman af lífinu.
Ian McKellen hefur gaman af lífinu. Ljósmynd/Wikipedia.org

Breski leikarinn Sir Ian McKellen er ekki dauður úr öllum æðum.

Breski leikarinn Sir Ian McKellen er ekki dauður úr öllum æðum.

McKellen, sem er 85 ára, sást djamma og djúsa á sérstökum „men only” viðburði (e. London’s Beefiest Club Night) á skemmtistaðnum Roast í Norður-Lundúnum á laugardagskvöldið. Leikarinn var umvafinn hálfnöktum karlmönnum og naut sín á dansgólfinu að sögn viðstaddra.

Mynd af McKellen var deilt á samfélagsmiðlasíðunni X og fór líkt og eldur í sinu um netheima, en á myndinni er leikarinn skælbrosandi á milli tveggja ungra karlmanna sem báðir eru berir að ofan.

McKellen, best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við The Lord of the Rings, X-Men, og The Da Vinci Code, kom út úr skápnum árið 1988, þá 48 ára gamall. Hann hefur verið ötull talsmaður fyrir réttindum LGBTQIA+-fólks og fjallað opinskátt um kynhneigð sína og líðan eftir að hafa komið út úr skápnum.

McKellen var í stuði.
McKellen var í stuði. Skjáskot/X
mbl.is