Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands

Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands

Kerlingafjöll Hálendismiðstöð eftir hönnunarteymi Bláa Lónsins, Basalt arkitekta og Design Group Italia er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunahátíðin fer fram þann 7. nóvember í Grósku.

Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands

Norðurland í öllu sínu veldi | 17. október 2024

Kerlingarfjöll Highland Base virkja möguleika sögufrægs útivistarsvæðis á spennandi hátt, …
Kerlingarfjöll Highland Base virkja möguleika sögufrægs útivistarsvæðis á spennandi hátt, með vel hannaðri aðstöðu og fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu. Samsett mynd

Kerlingafjöll Hálendismiðstöð eftir hönnunarteymi Bláa Lónsins, Basalt arkitekta og Design Group Italia er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunahátíðin fer fram þann 7. nóvember í Grósku.

Kerlingafjöll Hálendismiðstöð eftir hönnunarteymi Bláa Lónsins, Basalt arkitekta og Design Group Italia er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunahátíðin fer fram þann 7. nóvember í Grósku.

Rökstuðning dómnefndar má lesa hér að neðan:

„Kerlingarfjöll Highland Base virkja möguleika sögufrægs útivistarsvæðis á spennandi hátt, með vel hannaðri aðstöðu og fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu. Í Kerlingarfjöllum er nú heilsársáfangastaður á miðhálendi Íslands, í stórbrotinni en viðkvæmri náttúru. Algild hönnun er í fyrirrúmi og við allar framkvæmdir, allt frá frumdrögum að smiðshöggi, hefur verið tekið tillit til friðlýsingar og jarðminja á svæðinu.

Við hönnun var horft til BREEAM-vistvottunarkerfisins og lögð áhersla á sjálfbærni m.a. í efnisvali þar sem timbur er endurnýtt og grjót í hleðslur fengið úr nærumhverfi. Form og efni kallast á við magnað umhverfið, útlínur þorpsins falla að náttúrunni í kring og lýsing og hönnun göngustíga styður einnig við einstaka upplifun gesta þar sem náttúran er í aðalhlutverki. Svæðið er gert eins aðgengilegt og kostur er, og þannig fléttast saman virðing fyrir umhverfinu og inngilding allra gesta. Fólk getur notið svæðisins á ólíkum forsendum, t.a.m. með því að nýta sér margvíslega gistivalkosti.

Aðstaðan í Kerlingarfjöllum hvort tveggja mætir kröfum nútímans og heiðrar sögu staðar sem margir bera sterkar taugar til.“

Varpa ljósi á mikilvægi og gæði 

Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi með áherslu á áhrif þeirra á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið allt. Verðlaunaflokkum var fjölgað í þrjá í fyrra undir heitunum Verk // Staður // Vara.

mbl.is