Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm í máli félagsins Frigusar II ehf. gegn íslenska ríkinu og Lindarhvoli ehf. Vildi Frigus fá bætur vegna sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka, en það var Lindarhvoll, félag í eigu ríkisins, sem sá um söluna.
Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm í máli félagsins Frigusar II ehf. gegn íslenska ríkinu og Lindarhvoli ehf. Vildi Frigus fá bætur vegna sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka, en það var Lindarhvoll, félag í eigu ríkisins, sem sá um söluna.
Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm í máli félagsins Frigusar II ehf. gegn íslenska ríkinu og Lindarhvoli ehf. Vildi Frigus fá bætur vegna sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka, en það var Lindarhvoll, félag í eigu ríkisins, sem sá um söluna.
Frigus II ehf. höfðaði mál á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu vegna sölu Lindarhvols á hlut ríkisins í Klakka. Fór lögmaður Frigusar fram á rúmlega 650 milljóna bætur í málinu ásamt vöxtum frá því í apríl 2019.
Voru kröfur Frigusar II ehf. reistar á því að verulegir annmarkar hefðu verið á söluferlinu sem leiddu til skaðabótaskyldu Lindarhvols og íslenska ríkisins.
Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að ekki yrði annað séð en að Lindarhvoll ehf. hefði veitt öllum bjóðendum sömu upplýsingar um þær eignir sem voru til sölu og um söluferlið.
Jafnframt hefði ekkert komið fram sem gæfi tilefni til að draga í efa að stjórn Lindarhvols ehf. hefði lagt mat á þau tilboð sem bárust og var röksemdum um að stjórnarmenn hefðu vanrækt rannsóknarskyldu sína hafnað.
Þá var ekki talið að Frigus II ehf. hefði fært önnur haldbær rök fyrir því að annmarkar hefðu verið á söluferlinu sem gætu leitt til bótaskyldu Lindarhvols ehf. og íslenska ríkisins. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu þeirra.
Lindarhvol var félag sem stofnað var af fjármálaráðherra til að hafa umsjón með þeim eignum sem komu til ríkisins í gegnum Seðlabanka Íslands í tengslum við stöðugleikframlög slitabúa bankanna. Hafði félagið svo umsjón með sölu eignanna. Ein þeirra eigna var hlutur ríkisins í Klakka, en hann var seldur árið 2016. Gert var samkomulag við Steinar Þór Guðgeirsson hjá Íslögum um framkvæmdastjórn með félaginu, en hann er jafnframt verjandi Lindarhvols í málinu.
Frigus II er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssonar og Sigurðar Valtýssonar og var félagið einn þriggja aðila sem lögðu fram kauptilboð í eignina. Það gerði Frigus II ehf. í gegnum Kviku banka sem gert hafði samning um að miðla eigninni til félagsins ef af kaupunum yrði. Forsvarsmenn Frigus II ehf. töldu sig hafa lagt fram hæsta tilboðið og þannig hefði félagið verið hlunnfarið í söluferlinu þegar tilboði annars félags, BLM fjárfestinga ehf., var tekið. Höfðaði Frigus II ehf. skaðabótamál í kjölfarið.
Inn í málið fléttast úttekt ríkisendurskoðanda á málefnum Lindarhvols og greinargerð sem lengi var á borði forseta Alþingis en ekki var vilji til að birta. Hún var hins vegar á endanum birt.
Var greinargerðin gerð af Sigurði Þórðarsyni, settum ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Átti hann að vinna skýrslu að beiðni þingsins um starfsemi Lindarhvols.
Nokkru síðar var hins vegar Skúli Eggert Þórðarson skipaður ríkisendurskoðandi og tók hann við málinu þar sem hann var ekki vanhæfur. Skilaði hann skýrslu árið 2020 þar sem engar athugasemdir voru gerðar við störf stjórnar félagsins eða rekstur þess.