Syndsamlega góðar hindberja- og hvítsúkkulaðikökur með bleikum glassúr

Uppskriftir | 17. október 2024

Syndsamlega góðar hindberja- og hvítsúkkulaðikökur með bleikum glassúr

Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir, bak­ari og nemi í konditor, er ein þeirra sem ætlar að taka þátt í Bleika deg­in­um sem fram undan er miðvikudaginn 23. október næstkomandi. Hún ætlar að bjóða upp á bleik­ar kræs­ing­ar í tilefni dagsins og baka hindberja- og hvítsúkkulaðikökur og skreyta þær með bleikum glassúr.

Syndsamlega góðar hindberja- og hvítsúkkulaðikökur með bleikum glassúr

Uppskriftir | 17. október 2024

Girnilegar hindberja- og hvítsúkkulaðikökurnar sem verða bakaðar í tllefni Bleika …
Girnilegar hindberja- og hvítsúkkulaðikökurnar sem verða bakaðar í tllefni Bleika dagsins. Ljósmynd/Guðrún Erla Guðjónsdóttir

Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir, bak­ari og nemi í konditor, er ein þeirra sem ætlar að taka þátt í Bleika deg­in­um sem fram undan er miðvikudaginn 23. október næstkomandi. Hún ætlar að bjóða upp á bleik­ar kræs­ing­ar í tilefni dagsins og baka hindberja- og hvítsúkkulaðikökur og skreyta þær með bleikum glassúr.

Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir, bak­ari og nemi í konditor, er ein þeirra sem ætlar að taka þátt í Bleika deg­in­um sem fram undan er miðvikudaginn 23. október næstkomandi. Hún ætlar að bjóða upp á bleik­ar kræs­ing­ar í tilefni dagsins og baka hindberja- og hvítsúkkulaðikökur og skreyta þær með bleikum glassúr.

„Ég valdi að gera bleikan glassúr í tilefni Bleika dagsins og í raun líka fyrir þema októbermánaðar,“ segir Guðrún Erla.

Hún segir að þessar kökur slái ávallt í gegn og séu hreinlega ávanabindandi, þegar byrjað sé á einni langi þig strax í aðra. Þessar passa vel á bleika hlaðborðið á miðvikudaginn næstkomandi.

Í tilefni Bleika dagsins hvet­ur Krabba­meins­fé­lagið lands­menn til að vera í bleiku alla leið, bera bleiku slauf­una, klæðast bleiku og lýsa skamm­degið upp í bleik­um ljóma, bjóða upp á bleik­ar kræs­ing­ar og halda bleik kaffi­boð svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er hvatn­ing til allra svo að all­ar kon­ur sem greinst hafa með krabba­mein finni fyr­ir stuðningi lands­manna og sam­stöðu.

Guðrún Erla skreytir kökurnar með bleikum glassúr.
Guðrún Erla skreytir kökurnar með bleikum glassúr. Ljósmynd/Guðrún Erla Guðjónsdóttir

Hindberja- og hvítsúkkulaðikökur

Um 16 kökur

  • 200 g púðursykur
  • 210 g sykur
  • 250 g smjör
  • 2 egg
  • ½ tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 340 g hveiti
  • 100 g frosin hindber
  • 150 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

  1. Þeytið smjör og sykur saman þar til það verður létt og ljóst.
  2. Bætið við einu og einu eggi í einu, og passið að skafa niður hliðarnar.
  3. Blandið öllu þurrefni saman og sigtið út í deigið.
  4. Þegar allt er komið saman eru hindberjunum og súkkulaðinu blandað rólega út í.
  5. Gott er að geyma deigið inn í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkustundir áður en kökurnar eru mótaðar og settar inn í ofn. Það hjálpar kökunum að halda formi sínu, og svo að þær fari ekki út um allt í ofninum.
  6. Mótið síðan kökur úr deiginu, í hæfilegri stærð og setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír.
  7. Setjið kökurnar inn í ofn á 180°C hita og bakið í  10-12 mínútur.
  8. Þegar kökurnar hafa kólnað er fallegt að skreyta þær með glassúr eftir smekk, sjá uppskrift fyrir neðan.

Glassúr

  • 50 g flórsykur
  • 10 g vatn
  • 2-3 dropar bleikur matarlitur

Aðferð:

  1. Blandið hráefninu saman og hrærið þar til blandan er fislétt og kekkjalaus.
mbl.is