„Fyrstu tvö þrjú árin var þetta auðveldara,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.
„Fyrstu tvö þrjú árin var þetta auðveldara,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.
„Fyrstu tvö þrjú árin var þetta auðveldara,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.
Ásta Eir sem er 31 árs gömul, leiddi uppeldisfélag sitt Breiðablik til sigurs á Íslandsmótinu í ár í þriðja sinn á ferlinum en hún tilkynnti nokkuð óvænt eftir leikinn að skórnir væru komnir á hilluna.
Ásta Eir eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Benjamín, árið 2020 og lék því ekkert með Blikaliðinu tímabilið 2020.
„Hann var lítið að pæla í því að ég væri ekki heima á þessum fyrstu árum,“ sagði Ásta Eir.
„Það var í rauninni fyrst núna þar sem hann var farinn að fatta það að ég væri að fara seinni partinn á æfingar. Þessir krakkar eru líka góðir leikarar og hann var oft með eitthvað drama þegar ég var að fara á æfingar en svo var það búið mjög fljótlega.
Þetta var aldrei vandamál þannig en ég fann alveg fyrir því að hann vildi hafa mig heima seinni partinn. Ég sé ekki eftir neinu og ég hef nýtt þann tíma, sem ég hef verið frá honum, mjög vel,“ sagði Ásta Eir meðal annars.
Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.