Tómas Tómasson lætur slag standa

Alþingiskosningar 2024 | 17. október 2024

Tómas Tómasson lætur slag standa

Sex hinna núverandi eldri þingmanna hafa ákveðið að gefa kost á sér á ný í komandi alþingiskosningum. Níu alþing­is­menn munu að lík­ind­um verða 67 ára eða eldri á næsta kjör­tíma­bili. Morg­un­blaðið kannaði hug þeirra til áfram­hald­andi þing­setu.

Tómas Tómasson lætur slag standa

Alþingiskosningar 2024 | 17. október 2024

Tómas A. Tómasson, aldursforseti á Alþingi, segist sjaldan hafa verið …
Tómas A. Tómasson, aldursforseti á Alþingi, segist sjaldan hafa verið betri og er til í slaginn áfram. Hann verður 79 ára gamall undir lok næsta kjörtímabils. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sex hinna núverandi eldri þingmanna hafa ákveðið að gefa kost á sér á ný í komandi alþingiskosningum. Níu alþing­is­menn munu að lík­ind­um verða 67 ára eða eldri á næsta kjör­tíma­bili. Morg­un­blaðið kannaði hug þeirra til áfram­hald­andi þing­setu.

Sex hinna núverandi eldri þingmanna hafa ákveðið að gefa kost á sér á ný í komandi alþingiskosningum. Níu alþing­is­menn munu að lík­ind­um verða 67 ára eða eldri á næsta kjör­tíma­bili. Morg­un­blaðið kannaði hug þeirra til áfram­hald­andi þing­setu.

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, er aldursforseti á Alþingi en Tómas hefur setið á þingi síðan 2021. Hann segist í samtali við Morgunblaðið sjaldan hafa verið betri og er til í slaginn áfram. Tómas verður 79 ára gamall undir lok næsta kjörtímabils að því gefnu að kjörtímabilinu ljúki að fjórum árum liðnum.

Ásmundur vill þingsæti

Annar reynslubolti, Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur einnig kost á sér í komandi kosningum.

Ásmundur verður 72 ára gamall árið 2028 en hann hefur verið þingmaður Suðurkjördæmis frá árinu 2013.

Ásmundur Friðriksson gefur kost á sér í komandi kosningum en …
Ásmundur Friðriksson gefur kost á sér í komandi kosningum en hann verður 72 ára gamall árið 2028. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engan bilbug er að finna á Jóni

Greint var frá því í gær að samflokksmaður Tómasar, Guðmundur Ingi Kristinsson, hygðist gefa kost á sér á meðan heilsan leyfir. Hann verður 73 ára á næsta kjörtímabili og hefur setið á Alþingi síðan árið 2017.

Guðmundur Ingi Kristinsson, hyggst gefa kost á sér á meðan …
Guðmundur Ingi Kristinsson, hyggst gefa kost á sér á meðan heilsan leyfir. Hann verður 73 ára á næsta kjörtímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sömuleiðis mun Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafa tilkynnt kjördæmisráði að hann gefi kost á sér en Jón verður 72 ára á næsta kjörtímabili.

Jón hefur verið alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan árið 2007 en auk þess var hann samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017, innanríkisráðherra frá 2021 til 2022 og dómsmálaráðherra á árunum 2022 til 2023.

Jón Gunnarsson, hefur tilkynnt kjördæmisráði að hann gefi kost á …
Jón Gunnarsson, hefur tilkynnt kjördæmisráði að hann gefi kost á sér en Jón verður 72 ára á næsta kjörtímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inga ætlar alla leið

Guðbrandur Einarsson úr Viðreisn gefur kost á sér fái hann stuðning til þess. Hann verður sjötugur undir lok næsta kjörtímabils en Guðbrandur hefur verið alþingismaður Suðurkjördæmis frá árinu 2021.

Guðbrandur Einarsson gefur kost á sér fái hann stuðning til …
Guðbrandur Einarsson gefur kost á sér fái hann stuðning til þess. Hann verður sjötugur undir lok næsta kjörtímabils. mbl.is/Arnþór

Þá mun Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, taka slaginn áfram en Inga verður 69 ára haustið 2028. Hún hefur verið alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan árið 2017.

Inga Sæland mun taka slaginn áfram en hún verður 69 …
Inga Sæland mun taka slaginn áfram en hún verður 69 ára haustið 2028. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is