„Truflar mig ekkert stórt“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. október 2024

„Truflar mig ekkert stórt“

„Þetta hljómar í sjálfu sér ágætlega í mín eyru og truflar mig ekkert stórt,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, spurður um viðbrögð við því að tekin hafi verið ákvörðun um að aðgengi í Grindavík verði hindrunarlaust frá og með næsta mánudagsmorgni.

„Truflar mig ekkert stórt“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. október 2024

Úlfar segir að sem stendur sé bærinn á óvissustigi, sem …
Úlfar segir að sem stendur sé bærinn á óvissustigi, sem er lægsta stig almannavarna, og fyrst verið sé að fara út í þessa aðgerð sé þetta kannski rétti tíminn til þess. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Eyþór

„Þetta hljómar í sjálfu sér ágætlega í mín eyru og truflar mig ekkert stórt,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, spurður um viðbrögð við því að tekin hafi verið ákvörðun um að aðgengi í Grindavík verði hindrunarlaust frá og með næsta mánudagsmorgni.

„Þetta hljómar í sjálfu sér ágætlega í mín eyru og truflar mig ekkert stórt,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, spurður um viðbrögð við því að tekin hafi verið ákvörðun um að aðgengi í Grindavík verði hindrunarlaust frá og með næsta mánudagsmorgni.

Bærinn verður því opin öllum en íbúum Grindavíkur var gert að rýma bæinn 10. nóvember í fyrra eftir miklar jarðhræringar sem opnuðu kvikugang undir Grindavík.

Úlfar segir að sem stendur sé bærinn á óvissustigi, sem er lægsta stig almannavarna, og fyrst verið sé að fara út í þessa aðgerð sé þetta kannski rétti tíminn til þess.

Atburðarásin mjög svipuð eins og fyrir fyrri gos

Á upplýsingafundi framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ í gær kom fram að íbúar og gestir dvelji á eigin ábyrgð inni á hættusvæði og hver og einn beri ábyrg á eigin athöfnum og athafnaleysi.

„Ég tek undir þessi varnaðarorð til fólks. Svæðið er á hættusvæði Veðurstofu Íslands en í augnablikinu eru kannski hætturnar í lágmarki. Við búumst við því að við eigum eftir að sjá annað kvikuhlaup eða eldgos. Atburðarásin er mjög svipuð eins og fyrir fyrri gos þannig að fyrir okkur er vert að fylgjast vel með,“ segir Úlfar.

Ekki ólíklegt að einhver fjöldi geri sér leið inn í Grindavík

Hann bendir á að ef almannavarnarstigið fari upp á hættustig þá gætu komið til fyrri lokanir og sömu lokunarpóstar og að framkvæmdanefndin vinni í góðu samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og eins lögregluna á Suðurnesjum.

Átt þú von að það verði stríður straumur inn í bæinn eftir helgi?

„Það er erfitt að segja til um það. Veður hefur eitthvað með það að gera en mér þykir samt ekki ólíklegt að það verði einhver fjöldi sem mun gera sér leið inn í Grindavík.“

Úlfar segir að löggæslan í bænum hafi ekkert breyst. Það séu alltaf til tveir lögreglumenn í Grindavík en hann segir að það þurfi að huga að auknu viðbragð og það sé til skoðunar.

mbl.is