Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, matgæðingur, ætlar að halda upp á Bleika daginn sem framundan er á miðvikudaginn 23. október næstkomandi og bjóða upp á þessa dýrðlegu kökur sem minna á lítil brjóst.
Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, matgæðingur, ætlar að halda upp á Bleika daginn sem framundan er á miðvikudaginn 23. október næstkomandi og bjóða upp á þessa dýrðlegu kökur sem minna á lítil brjóst.
Dásamlega fallegar kökur sem eiga sér sögu.
mbl.is/Karítas
„Þessar dásemdir eru kallaðar „Ingenting“ á dönsku - sem á íslensku þýðir „ekkert“. Þær eru upprunalega ættaðar frá Suður-Jótlandi og sagan segir að það sé vegna þess að þegar fólk segir ég gæti ekki borðað snefil í viðbót þá er samt alltaf pláss fyrir eina „ekkert“ köku, því þær eru svo léttar í sér að þær teljast varla með,“ segir Valla og hlær.
„Venjulega eru þær hvítar en ég ákvað að lita marensinn bleikan í tilefni af bleikum október. Við það verða þær pínu eins og lítil, falleg brjóst.“
Þessar eru fínlegar, léttar í sér og bráðna í munni. Passa sérstaklega vel með vel kældum búbblum.
Valla ætlar að bera þessar dásemdir fallega fram á borð og bjóða upp á ískaldar freyðandi búbblur með.
mbl.is/Karítas
Ekkert – lítl brjóst
30-35 kökur
Botnar
- 300 g hveiti
- 2 eggjarauður
- 175 g smjör
- 2 msk. rjómi
- 25 g flórsykur
- 1/2 tsk. rifinn sítrónubörkur
- 1 tsk. vanillusykur
- 3 msk. smátt saxaðar möndlur eða möndlumjöl
Aðferð:
- Setjið allt hráefni fyrir kexbotnana í matvinnsluvél og vinnið saman í smá stund.
- Þegar slétt deig hefur myndast pakki því inn plastfilmu og kæli í ísskáp í að minnsta kosti 30 mínútur.
- Forhitið ofninn í 160°C án blásturs.
- Fletjið deigið út á létt hveitistráðu yfirborði í þykkt 3 mm. Notið kringlótt riflaga form til að skera út hringi og setja á bökunarplötu sem klædd hefur verið bökunarpappír.
- Endurtakið þar til allt deigið hefur verið notað.
Marenstoppar
- 2 stórar eggjahvítur
- Salt á hnífsoddi
- 275 g sykur
- 1 tsk. borðedik
- Bleikur matarlitur
- Flórsykur eftir smekk
Aðferð:
- Þeytið eggjahvíturnar með örlítilli klípu af salti þar til þær eru alveg stífar.
- Bætið sykri og vanillu rólega út í, smátt og smátt, og þeytið á miklum hraða þar til marengsinn verður glansandi og myndar stífa toppa.
- Bætið ediki og matarlitnum saman við og þeytið þar til liturinn er jafn.
- Blandið söxuðum möndlum saman við með sleikju. Setjið marensinn í sprautupoka með kringlóttum stút.
- Sprautið marensnum á hvern botn næstum út að brún (marensinn dreifir ekki mikið úr sér við bakstur).
- Bakið kökurnar í um það bil 18-20 mínútur eða þar til botnarnir eru bakaðir í gegn og topparnir létt stökkir.
- Takið kökurnar úr ofninum og látið kólna áður en flórsykur er dustaður yfir eftir smekk.
- Berið fram og njótið með freyðandi búbblum.