Hugsa út fyrir rammann á ferðalaginu

Ferðaráð | 18. október 2024

Hugsa út fyrir rammann á ferðalaginu

Ferðaspá Expedia fyrir komandi ár hefur verið gerð opinber. Á Travel and Leisure er listi yfir hvað stýri ferðahegðun fólks á þá staði sem líklegt er að ferðalangar muni sækjast í.

Hugsa út fyrir rammann á ferðalaginu

Ferðaráð | 18. október 2024

Expedia Group hefur birt upplýsingar um væntanlega ferðahegðun fólks árið …
Expedia Group hefur birt upplýsingar um væntanlega ferðahegðun fólks árið 2025. Samsett mynd/Derek Oyen/Mink Mingle

Ferðaspá Expedia fyrir komandi ár hefur verið gerð opinber. Á Travel and Leisure er listi yfir hvað stýri ferðahegðun fólks á þá staði sem líklegt er að ferðalangar muni sækjast í.

Ferðaspá Expedia fyrir komandi ár hefur verið gerð opinber. Á Travel and Leisure er listi yfir hvað stýri ferðahegðun fólks á þá staði sem líklegt er að ferðalangar muni sækjast í.

Listinn byggir á bókunargögnum frá Hotels.com og Vrbo og einnig á svörum 25.000 neytenda. 

Ferðast varanna vegna

Expedia Group segir ferðamenn í auknum mæli búa til aukapláss í handfarangrinum og sníða jafnvel heilu fríin í kringum vörukaup.

Þá hafa samfélagsmiðlar spilað þar stórt hlutverk til að mynda TikTok. Samkvæmt könnun kom í ljós að 39% ferðamanna heimsækja matvöruverslanir í fríi á meðan 44% þeirra sækja vörur sem ekki eru fáanlegar í heimalandinu. 

„Allt innifalið“ er heitt 

Samkvæmt Expedia eru keðjur á borð við Hyatt, Marriott og Hilton að færa sig meira yfir í „allt innifalið“ pakkann. Til að mynda hefur Hyatt mikið gert út á Hyatt Vivid-hugmyndina um að hafa allt innifalið í fríinu. 

Fjárhagsglöggir yngri neytendur eru sífellt að leita í einfaldari kost á ferðalögum, líkt og að þurfa varla að yfirgefa hótelgarðinn til að matast. Slíkar ferðir hafa aukist um 60% samkvæmt Expedia Group. 

Endurreisn hótelveitingastaða

Hótelin reyna í sífellt meira mæli að gera veitingastaðinn að áfangastað í sjálfu sér, t.d. með því að ráða inn heimsþekkta matreiðslumenn og tryggja fjölbreytta matseðla, sem breytast reglulega, til að laða gesti að.

Hugsað út fyrir rammann

Árið 2025 er fyrirséð að ferðamenn muni halda áfram að sækja í þekkta ferðamannastaði en muni að öllum líkindum einnig leita að minna þekktum stöðum í kringum áfangastaðinn til að skreppa í dagsferð.

Til dæmis að ferðast til Brescia frá Mílanó eða til Reims frá París. 

Náttúrufyrirbæri

Vrbo valdi nokkra náttúruviðburði sem ferðalangar ættu að taka tillit til í ferðaplönum næsta árs, t.a.m. mörgæsaskrúðgöngu á Phillip-eyju sem er nálægt Melbourne í Ástralíu eða eldfjöll, hraun og svartar sandstrendur á Íslandi.

Sófakartöflurnar velja fríin svona

Tveir þriðju ferðalanga segja kvikmyndir, streymisveitur og sjónvarpsþætti hafa áhrif á val á áfangastað.

Sumir áfangastaðanna gætu verið innblásnir af raunveruleikaþáttum eins og The Real Houswives of Dubai og þáttunum The Traitors, sem gerast í Skotlandi. 

Travel and Leisure

mbl.is