Uppátæki Garfield vakti mikla kátínu

Poppkúltúr | 18. október 2024

Uppátæki Garfield vakti mikla kátínu

Leikarinn Andrew Garfield vakti mikla athygli á frumsýningu kvikmyndarinnar We Live In Time í Lundúnum á fimmtudagskvöldið.

Uppátæki Garfield vakti mikla kátínu

Poppkúltúr | 18. október 2024

Florence Pugh og Andrew Garfield fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni …
Florence Pugh og Andrew Garfield fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni We Live In Time. Ljósmynd/MARLEEN MOISE

Leikarinn Andrew Garfield vakti mikla athygli á frumsýningu kvikmyndarinnar We Live In Time í Lundúnum á fimmtudagskvöldið.

Leikarinn Andrew Garfield vakti mikla athygli á frumsýningu kvikmyndarinnar We Live In Time í Lundúnum á fimmtudagskvöldið.

Garfield mætti með pappaspjald af mótleikkonu sinni, Florence Pugh, í fullri stærð á rauða dregilinn, stillti sér upp ásamt því og brosti sínu breiðasta til ljósmyndara. Pugh, sem fer með annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni, gat því miður ekki verið viðstödd sökum taka í Nýja-Sjálandi.

Uppátækið vakti mikla kátínu meðal viðstaddra og var Garfield hrósað í hástert fyrir að heiðra mótleikkonu sína með þessum óhefðbundna en skemmtilega hætti.

Kvikmyndin, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, fjallar um lífið, ástina og baráttuna við krabbamein. Fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni þurfti Pugh að raka af sér allt hárið og frumsýndi leikkonan nýja útlitið á Met Gala-viðburðinum á síðasta ári.

View this post on Instagram

A post shared by BBC News (@bbcnews)

mbl.is