Yndislegt augnablik á Landspítalanum vekur athygli

TikTok | 18. október 2024

Yndislegt augnablik á Landspítalanum vekur athygli

Starfsmenn Landspítalans hafa verið að vekja mikla athygli fyrir lífleg og skemmtileg myndskeið á samfélagsmiðlasíðunni TikTok upp á síðkastið. Myndskeiðin gefa innsýn í fjölbreytt, fallegt og krefjandi starf lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna spítalans.

Yndislegt augnablik á Landspítalanum vekur athygli

TikTok | 18. október 2024

Yndisleg stund.
Yndisleg stund. Samsett mynd

Starfsmenn Landspítalans hafa verið að vekja mikla athygli fyrir lífleg og skemmtileg myndskeið á samfélagsmiðlasíðunni TikTok upp á síðkastið. Myndskeiðin gefa innsýn í fjölbreytt, fallegt og krefjandi starf lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna spítalans.

Starfsmenn Landspítalans hafa verið að vekja mikla athygli fyrir lífleg og skemmtileg myndskeið á samfélagsmiðlasíðunni TikTok upp á síðkastið. Myndskeiðin gefa innsýn í fjölbreytt, fallegt og krefjandi starf lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna spítalans.

Starfsmaður að nafni Shan Yousif deildi yndislegu augnabliki á samfélagsmiðlasíðunni í gærdag sem snertir inn að hjartarótum og hefur án efa fengið einhverja til að fella gleðitár.

Shan, sem er upprunalega frá Kúrdistan, hlaut íslenskan ríkisborgararétt á dögunum og fagnaði áfanganum með því að sýna sjúklingi á spítalanum glænýtt vegabréf sitt. Sjúklingurinn, sem er eldri maður, sést fagna dátt með ungu konunni áður en hann tekur upp símann sinn til að taka mynd af Shan, sem brosir breitt, með vegabréfið sitt.

Fjölmargir hafa líkað við færsluna og óskað Shan hjartanlega til hamingju með ríkisborgararéttinn.

„Eftir margra ára búsetu á Íslandi er ég loksins orðinn íslenskur ríkisborgari. Ég vildi deila þessari fallegu stund með þeim sem ég elska mest. Hann er sjúklingurinn minn en meira eins og fjölskyldumeðlimur. Hann studdi mig, fékk mig til að brosa og hefur gefið mér góð og hjálpleg ráð og það er þess vegna sem ég vildi deila þessu með honum,“ skrifar Shan við færsluna. 

@shann21._ eftir margra ára búsetu á Íslandi er ég loksins orðinn íslenskur ríkisborgari 🥹 After many years of living in iceland finally i become Icelandic citizen 🫶🏻 I wanted to share this beautiful moment with people who i love the most 🫶🏻 He is my patient but more like a family to me he supported me a lot and made me smile he gives me a lot of beautiful advice and i wanted to share that moment with him 🫶🏻 Of course i got permission from him and his family to record the video and post ❤️ #iceland ♬ original sound - Shan
mbl.is