Nú þykir það ekki lengur nóg að vera bara huggulegur til fara. Karlar þurfa að mæta konum á andlegum nótum ef þeir eiga að ganga út.
Nú þykir það ekki lengur nóg að vera bara huggulegur til fara. Karlar þurfa að mæta konum á andlegum nótum ef þeir eiga að ganga út.
Nú þykir það ekki lengur nóg að vera bara huggulegur til fara. Karlar þurfa að mæta konum á andlegum nótum ef þeir eiga að ganga út.
Svo virðist sem tilfinningalegt svelti í hraða samtímans hrjái einna helst konur. Þær þrá að finna fyrir tengslum og að karlmenn ráði við bæði kosti þeirra og galla. Hræðist ekki gáfnafar þeirra eða velgengni. Þetta kemur fram í umfjöllun The Stylist.
„Þegar ég tala við vinkonur mínar um sambönd þá segjast þær þrá tilfinningaríkk samtöl og skilning. Þær tala um samskiptamynstur hins aðilans og hvernig þær þrá tilfinningagreind. Þær vilja meira en yfirborðskennd samtöl og leitast eftir einhverjum sem er að hitta sálfræðing og vinna í sér,“ segir í umfjölluninni.
Þá var heimsfaraldurinn og tækniöldin sagðar ástæður þessara umbreytinga á áherslum kvenna.
„Við vorum tilfinningasvelt í faraldrinum með allri þessari einangrun. Svo hefur líf okkar einnig færst yfir í netheima. Fólk er hætt að hittast með tilviljanakenndum hætti og daðrið minnkað. Talið er að stefnumótaforritin ýti undir einangrun og einmanaleika og skekkir félagsleg tengsl. Samfélagslegar breytur hafa því orðið til þess að við erum næmari fyrir nánd og leitumst eftir henni.“
Blaðamenn The Stylist fóru á stúfana og spurðu konur hvað þætti kynþokkafyllst í fari karla og svörin létu ekki á sér standa. Flestar þráðu eitthvað óáþreifanlegt eins og ástarjátningar, að finnast þær vera séðar og að einhver mæti tilfinningalegum þörfum þeirra.