Framsókn samþykkir uppstillingu í Suðvesturkjördæmi

Alþingiskosningar 2024 | 19. október 2024

Framsókn samþykkir uppstillingu í Suðvesturkjördæmi

Ákveðið var á kjördæmisþingi Framsóknar í Suðvesturkjördæmi fyrr í dag að farið yrði í uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. Báðir núverandi þingmenn kjördæmisins, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ágúst Bjarni Garðarsson, gefa kost á sér í fyrsta og annað sæti listans.

Framsókn samþykkir uppstillingu í Suðvesturkjördæmi

Alþingiskosningar 2024 | 19. október 2024

Sitjandi þingmenn gefa kost á sér í tvö efstu sætin.
Sitjandi þingmenn gefa kost á sér í tvö efstu sætin. Samsett mynd/Eggert/Sigurður Bogi

Ákveðið var á kjördæmisþingi Framsóknar í Suðvesturkjördæmi fyrr í dag að farið yrði í uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. Báðir núverandi þingmenn kjördæmisins, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ágúst Bjarni Garðarsson, gefa kost á sér í fyrsta og annað sæti listans.

Ákveðið var á kjördæmisþingi Framsóknar í Suðvesturkjördæmi fyrr í dag að farið yrði í uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. Báðir núverandi þingmenn kjördæmisins, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ágúst Bjarni Garðarsson, gefa kost á sér í fyrsta og annað sæti listans.

Þetta staðfestir Guðmundur Birkir Þorkelsson, fráfarandi formaður kjördæmissambands Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, í samtali við mbl.is. Hann segir engan ágreining hafa verið, hvorki um uppstillingu né efstu menn á lista.

Á laugardaginn eftir viku verður svo haldið aukakjördæmisþing þar sem endanlegur listi verður samþykktur.

Guðmundur Birkir lét af formennsku kjördæmissambandsins á þinginu í morgun og tekur Birkir Jón Jónsson, fyrrverandi þingmaður og bæjarfulltrúi, við keflinu af honum.

mbl.is