Oddvitaslagur í uppsiglingu í Norðausturkjördæmi

Alþingiskosningar 2024 | 19. október 2024

Oddvitaslagur í uppsiglingu í Norðausturkjördæmi

Búist er við hörðum slag um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi á sunnudag. Báðir þingmenn flokksins í kjördæminu gefa áfram kost á sér í 1. og 2. sæti, en þeir fá báðir keppni um þau.

Oddvitaslagur í uppsiglingu í Norðausturkjördæmi

Alþingiskosningar 2024 | 19. október 2024

Njáll Trausti Friðbertsson og Jens Garðar Helgason bjóða sig báðir …
Njáll Trausti Friðbertsson og Jens Garðar Helgason bjóða sig báðir fram í 1. sæti listans. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Árni Sæberg

Búist er við hörðum slag um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi á sunnudag. Báðir þingmenn flokksins í kjördæminu gefa áfram kost á sér í 1. og 2. sæti, en þeir fá báðir keppni um þau.

Búist er við hörðum slag um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi á sunnudag. Báðir þingmenn flokksins í kjördæminu gefa áfram kost á sér í 1. og 2. sæti, en þeir fá báðir keppni um þau.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut lakasta útkomu í því kjördæmi í kosningunum 2021, 18,5% atkvæða og tvo menn kjörna. Skoðanakannanir að undanförnu benda til þess að flokkurinn hafi síður en svo styrkt sig síðan, en hann fékk innan við 10% í könnun Maskínu í liðnum mánuði, sem var áberandi verst frammistaða Sjálfstæðisflokksins eftir kjördæmum.

Hólmganga í Skjólbrekku

Þingmaðurinn og flugumferðarstjórinn Njáll Trausti Friðbertsson lætur engan bilbug á sér finna og gefur áfram kost á sér í 1. sæti listans, en Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri, fv. formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar og fv. formaður SFS, býður sig fram til þess að taka við oddvitahlutverkinu.

Þingmaðurinn Berglind Ósk Guðmundsdóttir vill áfram sitja í 2. sæti, en bæði Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari FH og fv. þingmaður, og Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti flokksins í Múlaþingi og varaþingmaður, sækjast einnig eftir því.

Kjördæmisráð miðar við að viðhafa röðun við val á efstu fimm sætum listans á fundi kjördæmisráðs flokksins í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun, sunnudag, kl. 13, en kjörnefnd falið að skipa önnur sæti hans.

mbl.is