Ráðgjöfin kostaði 1,7 milljónir króna

Skólakerfið í vanda | 19. október 2024

Ráðgjöfin kostaði 1,7 milljónir króna

Alls voru settir upp 678 snagar fyrir 420 nemendur Álftamýrarskóla. Ráðgjöf vegna framkvæmdanna kostaði 1,7 milljónir króna, eða jafnmikið og það kostaði að kaupa snagana sjálfa.

Ráðgjöfin kostaði 1,7 milljónir króna

Skólakerfið í vanda | 19. október 2024

Hönnunarsnagarnir í skólanum.
Hönnunarsnagarnir í skólanum. Ljósmynd/Aðsend

Alls voru settir upp 678 snagar fyrir 420 nemendur Álftamýrarskóla. Ráðgjöf vegna framkvæmdanna kostaði 1,7 milljónir króna, eða jafnmikið og það kostaði að kaupa snagana sjálfa.

Alls voru settir upp 678 snagar fyrir 420 nemendur Álftamýrarskóla. Ráðgjöf vegna framkvæmdanna kostaði 1,7 milljónir króna, eða jafnmikið og það kostaði að kaupa snagana sjálfa.

Þetta kemur fram í svörum borgaryfirvalda við fyrirspurn ríkisútvarpsins. 

Þegar hefur mbl.is greint frá því að kostnaður við snagana og uppsetningu þeirra hafi numið um 12 milljónum króna. 

Í svörunum er tekið fram að inni í þeim kostnaði séu einnig nýjar skóhillur, timbrið sem snagarnir eru settir upp á, og svo ráðgjöf vegna alls þessa.

Álftamýrarskóli.
Álftamýrarskóli. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Snagarnir einir og sér kostuðu 1,7 milljónir króna

Í svörum borgarinnar segir að af þeirri upphæð hafi snagarnir sjálfir, sem eru hönnunarsnagar af dýrari gerðinni frá danska hönnunarhúsinu Muuto, kostað 1,7 milljónir króna. Þeir hafi verið 678 talsins.

Málið vakti mikla athygli eftir umfjöllun mbl.is fyrr í vikunni.

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­inni, setti fjár­hæðina í sam­hengi og sagði út­gjöld­in skjóta skökku við á sama tíma og borg­in hefði skorið niður bóka­kaup skóla­bóka­safna um tíu millj­ón­ir króna.

Efniskostnaður tæplega sjö milljónir króna

Í svörum borgarinnar nú segir að snagarnir séu hluti af umfangsmiklum viðgerðum á skólanum. Snagar og skóhillur fyrir allan skólann hafi verið endurnýjaðar og þeim fjölgað vegna fjölda nemenda.

Tekið er fram að efniskostnaður fyrir bekki, skóhirslur undir bekkjum og veggjahlífar hafi verið mestur, en um er að ræða rúmlega 77 metra langt svæði.

Kostnaður við að þekja það rými hafi numið tæplega sjö milljónum króna.

Vinna við uppsetningu hafi þá kostað 1,3 milljónir króna og kostnaður við ráðgjöf numið 1,7 milljónum króna.

Samanlagður kostnaður við framkvæmdirnar hafi loks verið 11,9 milljónir króna. Ekki kemur fram í umfjöllun ríkisútvarpsins af hverju samtalan sé um 200 þúsund krónum meiri en sá niðurskipti kostnaður sem gefinn er upp.

mbl.is