Skönnun stafrænna ökuskírteina flókin

Alþingiskosningar 2024 | 19. október 2024

Skönnun stafrænna ökuskírteina flókin

Landskjörstjórn mun fyrir næstu kosningar yfirfara verklag og framkvæmd við skönnun stafrænna ökuskírteina á kjörstöðum til að sannreyna gildi þeirra, að því er kemur fram í skýrslu landskjörstjórnar, sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi á fimmtudag um framkvæmd forsetakosninganna í sumar.

Skönnun stafrænna ökuskírteina flókin

Alþingiskosningar 2024 | 19. október 2024

Framkvæmd forsetakjörs í sumar tókst afar vel.
Framkvæmd forsetakjörs í sumar tókst afar vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landskjörstjórn mun fyrir næstu kosningar yfirfara verklag og framkvæmd við skönnun stafrænna ökuskírteina á kjörstöðum til að sannreyna gildi þeirra, að því er kemur fram í skýrslu landskjörstjórnar, sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi á fimmtudag um framkvæmd forsetakosninganna í sumar.

Landskjörstjórn mun fyrir næstu kosningar yfirfara verklag og framkvæmd við skönnun stafrænna ökuskírteina á kjörstöðum til að sannreyna gildi þeirra, að því er kemur fram í skýrslu landskjörstjórnar, sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi á fimmtudag um framkvæmd forsetakosninganna í sumar.

Þetta voru þriðju kosningarnar í röð þar sem farsímar voru notaðir til þess að skanna stafræn ökuskírteini til að staðreyna gildi þeirra. Í skýrslunni segir að samkvæmt upplýsingum frá Stafrænu Íslandi hafi ökuskírteini um 12% kjósenda verið skönnuð. Afar kostnaðarsamt sé að eiga og viðhalda farsímum sem notaðir eru til skönnunar og mikil vinna og kostnaður fari í undirbúning og framkvæmd skönnunar stafrænna ökuskírteina.

Landskjörstjórn lagði til 355 síma til sýslumanna og kjörstjórna til að framkvæma skönnunina, en við hana eru upplýsingar sóttar í gagnagrunn ríkislögreglustjóra og sannreynt að viðkomandi hafi ökuréttindi. Þessi aðferð er notuð þar sem tæknilega er mögulegt að falsa stafrænu ökuskírteinin.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is