Uppstilling í Suðurkjördæmi: listi samþykktur eftir viku

Alþingiskosningar 2024 | 19. október 2024

Uppstilling í Suðurkjördæmi: listi samþykktur eftir viku

Aukakjördæmisþing var haldið í Suðurkjördæmi á Teams fyrr í dag þar sem ákveðið var að fara í uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar.

Uppstilling í Suðurkjördæmi: listi samþykktur eftir viku

Alþingiskosningar 2024 | 19. október 2024

Endanlegur listi Suðurkjördæmis verður samþykktur næstu helgi.
Endanlegur listi Suðurkjördæmis verður samþykktur næstu helgi. Samsett mynd

Aukakjördæmisþing var haldið í Suðurkjördæmi á Teams fyrr í dag þar sem ákveðið var að fara í uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar.

Aukakjördæmisþing var haldið í Suðurkjördæmi á Teams fyrr í dag þar sem ákveðið var að fara í uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar.

Jafnframt var lögð fram tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, núverandi oddvita og formanns flokksins, að hann sjálfur taki annað sæti listans en Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi, leiði listann í kjördæminu.

Sigurður Ingi greindi frá nýrri sætaskipan á listanum í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Sagðist hann með þessu vera að leggja sjálfan sig undir.

Kjördæmisþing verður svo haldið næsta laugardag þar sem endanlegur listi Suðurkjördæmis verður samþykktur.

mbl.is