Alec Baldwin snýr aftur í SNL

Alec Baldwin | 20. október 2024

Alec Baldwin snýr aftur í SNL

Bandaríski leikarinn, Alec Baldwin, sneri aftur í grínþáttinn Saturday Night Live (SNL) í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann stígur aftur á svið SNL síðan að máli hans, þar sem hann var sakaður um manndráp af gáleysi, var vísað frá dómi. 

Alec Baldwin snýr aftur í SNL

Alec Baldwin | 20. október 2024

Hann hafði ekki stigið á svið frá árinu 2021.
Hann hafði ekki stigið á svið frá árinu 2021. AFP/Angela Weiss

Bandaríski leikarinn, Alec Baldwin, sneri aftur í grínþáttinn Saturday Night Live (SNL) í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann stígur aftur á svið SNL síðan að máli hans, þar sem hann var sakaður um manndráp af gáleysi, var vísað frá dómi. 

Bandaríski leikarinn, Alec Baldwin, sneri aftur í grínþáttinn Saturday Night Live (SNL) í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann stígur aftur á svið SNL síðan að máli hans, þar sem hann var sakaður um manndráp af gáleysi, var vísað frá dómi. 

Baldwin hefur oft farið með eftirhermur í SNL en þessa vikuna fór hann í hlutverk Bret Baier, fréttamanns á Fox News, þegar hann tók viðtal við Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, í vikunni. 

Leikarinn hafði áður stigið á svið SNL með eftirhermu af Donald Trump en hann hlaut Emmy-verðlaun árið 2017 fyrir túlkun sína á forsetanum fyrrverandi. 

Hlaut 18 mánaða dóm

Eins og fyrr segir var Baldwin sakaður um manndráp af gáleysi en hann hleypti af voðaskoti sem drap kvikmyndatökumanninn Halyuna Hutchins árið 2021 við tökur á myndinni Rust.

Hannah Gutierrez-Reed, umsjónarmaður skotvopna og skotfæra á tökustaðnum, var hins vegar fundin sek og hlaut 18 mánaða dóm. Þótti fullsannað að Gutierrez-Reed hefði borið ábyrgð á því að alvöru byssukúla endaði í skotvopninu sem Baldwin mundaði á tökustað, með þeim afleiðingum að skot hljóp úr sexhleypunni og fór í Hutchins. 

mbl.is