Bandaríski leikarinn, Alec Baldwin, sneri aftur í grínþáttinn Saturday Night Live (SNL) í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann stígur aftur á svið SNL síðan að máli hans, þar sem hann var sakaður um manndráp af gáleysi, var vísað frá dómi.
Bandaríski leikarinn, Alec Baldwin, sneri aftur í grínþáttinn Saturday Night Live (SNL) í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann stígur aftur á svið SNL síðan að máli hans, þar sem hann var sakaður um manndráp af gáleysi, var vísað frá dómi.
Bandaríski leikarinn, Alec Baldwin, sneri aftur í grínþáttinn Saturday Night Live (SNL) í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann stígur aftur á svið SNL síðan að máli hans, þar sem hann var sakaður um manndráp af gáleysi, var vísað frá dómi.
Baldwin hefur oft farið með eftirhermur í SNL en þessa vikuna fór hann í hlutverk Bret Baier, fréttamanns á Fox News, þegar hann tók viðtal við Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, í vikunni.
Leikarinn hafði áður stigið á svið SNL með eftirhermu af Donald Trump en hann hlaut Emmy-verðlaun árið 2017 fyrir túlkun sína á forsetanum fyrrverandi.
Eins og fyrr segir var Baldwin sakaður um manndráp af gáleysi en hann hleypti af voðaskoti sem drap kvikmyndatökumanninn Halyuna Hutchins árið 2021 við tökur á myndinni Rust.
Hannah Gutierrez-Reed, umsjónarmaður skotvopna og skotfæra á tökustaðnum, var hins vegar fundin sek og hlaut 18 mánaða dóm. Þótti fullsannað að Gutierrez-Reed hefði borið ábyrgð á því að alvöru byssukúla endaði í skotvopninu sem Baldwin mundaði á tökustað, með þeim afleiðingum að skot hljóp úr sexhleypunni og fór í Hutchins.