„Ég er náttúrulega sveitavargur og iðnaðarmaður“

Dagmál | 20. október 2024

„Ég er náttúrulega sveitavargur og iðnaðarmaður“

„Þetta fór aðeins í taugarnar á mér áður en ég fékk sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði skotíþróttamaðurinn og Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.

„Ég er náttúrulega sveitavargur og iðnaðarmaður“

Dagmál | 20. október 2024

„Þetta fór aðeins í taugarnar á mér áður en ég fékk sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði skotíþróttamaðurinn og Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.

„Þetta fór aðeins í taugarnar á mér áður en ég fékk sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði skotíþróttamaðurinn og Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.

Hákon Þór, sem er 46 ára gamall, fór á sína fyrstu Ólympíuleika í sumar í París í Frakklandi þar sem hann náði bestum árangri Íslendings frá upphafi í leirdúfuskotfimi þegar hann fékk 116 stig og hafnaði í 23. sæti.

Þurfti að vanda sig

Hákon Þór sló í gegn á Ólympíuleikunum í París þar sem hann vann hug og hjörtu þjóðarinnar með skemmtilegri og beinskeyttri framkomu.

„Þegar það var komið þá var mér alveg sama um þetta,“ sagði Hákon.

„Ég er náttúrulega sveitavargur og iðnaðarmaður, með svartan húmar, þannig að ég þurfti aðeins að vanda mig,“ sagði Hákon meðal annars.

Viðtalið við Hákon Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Hákon Þór Svavarsson.
Hákon Þór Svavarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is