Ljúffengt steikarsalat Önnu í Frozen

Uppskriftir | 20. október 2024

Ljúffengt steikarsalat Önnu í Frozen

Hér er á ferðinni frábær uppskrift að ljúffengu steikarsalati sem kemur úr smiðju Önnu í Frozen. Uppskriftina er að finna í Frozen matreiðslubókinni frá Eddu útgáfu og það er sáraeinfalt að útbúa þetta salat.

Ljúffengt steikarsalat Önnu í Frozen

Uppskriftir | 20. október 2024

Anna í Frozen býður upp á steikarsalat úr Frozen matreiðslubókinni.
Anna í Frozen býður upp á steikarsalat úr Frozen matreiðslubókinni. Samsett mynd

Hér er á ferðinni frábær uppskrift að ljúffengu steikarsalati sem kemur úr smiðju Önnu í Frozen. Uppskriftina er að finna í Frozen matreiðslubókinni frá Eddu útgáfu og það er sáraeinfalt að útbúa þetta salat.

Hér er á ferðinni frábær uppskrift að ljúffengu steikarsalati sem kemur úr smiðju Önnu í Frozen. Uppskriftina er að finna í Frozen matreiðslubókinni frá Eddu útgáfu og það er sáraeinfalt að útbúa þetta salat.

Sunnudagar eru í miklu uppáhaldi hjá Önnu í Frozen en þá borðar fjölskyldan ávallt saman. Samverustundin byrjar meðan eldað er og allir hjálpast að og fá ákveðið hlutverk í eldhúsinu. Eitt af verkefnunum er að leggja á borð og bera matinn fallega fram. Þetta salat er tilvalið til að leika sér með þegar kemur að framsetningunni.

Hér má líka nota afgang af nautakjöti eða öðru kjöti ef þið eigið frá kvöldinu áður svo dæmi séu tekin.

Ljúffengt steikarsalat með nautakjöti og parmesan-osti.
Ljúffengt steikarsalat með nautakjöti og parmesan-osti. Ljósmynd/Gassi

Steikarsalat Önnu í Frozen

Fyrir 4   

  • 500 g nautasteik
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. balsamedik
  • 5 dl blandað ferskt salat
  • 2 msk. jómfrúarolía
  • salt og pipar eftir smekk
  • 1 ¼ dl parmesan-ostur, rifinn

Aðferð:

  1. Kryddið kjötið með salti, pipar, ólífuolíu og balsamediki og látið standa í 1 klukkustund.
  2. Steikið kjötið á pönnu í 2–3 mínútur á hvorri hlið á miðlungsháum hita.
  3. Takið pönnuna af hitanum og látið kjötið standa í 3–4 mínútur. Þessi aðferð mun leiða af sér meðalhráa steikingu, ef þið viljið steikja kjötið meira skuluð þið leyfa því að vera á pönnunni í nokkrar mínútur í viðbót.
  4.  Setjið salatið í skál, hellið jómfrúarolíunni yfir það og kryddið með salti og pipar.
  5.  Raðið salatinu síðan á disk.
  6.  Skerið kjötið í þunnar sneiðar og raðið þeim ofan á salatið.
  7.  Hellið öllum safanum af pönnunni yfir kjötið.
  8.  Stráið parmesan-ostinum yfir salatið og kjötið eftir smekk.
  9. Berið fram og njótið í góðum félagsskap.
mbl.is