Zayn Malik greindi frá því í gær að hann ætli að fresta tónlekaferðalagi sínu um Bandaríkin vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í bresku strákahljómsveitinni One Direction.
Zayn Malik greindi frá því í gær að hann ætli að fresta tónlekaferðalagi sínu um Bandaríkin vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í bresku strákahljómsveitinni One Direction.
Zayn Malik greindi frá því í gær að hann ætli að fresta tónlekaferðalagi sínu um Bandaríkin vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í bresku strákahljómsveitinni One Direction.
Payne lést á miðvikudag, 31 árs gamall, er hann féll af þriðju hæð hótels í Buenos Aires í Argentínu.
„Í ljósi þessa hörmulega missis sem ég varð fyrir í vikunni hef ég tekið ákvörðun um að fresta bandaríska hluta Stairway to the Sky-tónleikaferðalagsins,“ sagði í tísti Malik.
Tónleikaferðalagið átti að hefjast í San Francisco á miðvikudag, en því hefur nú verið frestað fram í janúar.
„Elska ykkur öll og takk fyrir skilninginn.“
Á fimmtudag minntist Malik Payne á samfélagsmiðlum:
„Ég missti bróður þegar þú fórst frá okkur og ég get ekki útskýrt fyrir þér hvað ég gæfi bara til þess að faðma þig í síðasta skipti og kveðja þig almennilega og segja þér að ég elskaði þig og bar mikla virðingu fyrir þér.“