Mótfallin sérstöku fæði

Hollt & gott | 20. október 2024

Mótfallin sérstöku fæði

Birna G. Ásbjörnsdóttir doktor í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og annar stofnenda Jörth brennur fyrir starfi sínu en hún stofnaði fyrirtækið Jörth með eiginmanni sínum Guðmundi Ármanni í fyrra og fyrirtækið hefur blómstrað síðan.

Mótfallin sérstöku fæði

Hollt & gott | 20. október 2024

Birna brennur fyrir starfi sínu hjá Jörth en meltingarvegurinn og …
Birna brennur fyrir starfi sínu hjá Jörth en meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun hennar og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. mbl.is/Karítas

Birna G. Ásbjörns­dótt­ir doktor í heil­brigðis­vís­ind­um frá Há­skóla Íslands og ann­ar stofn­enda Jörth brenn­ur fyr­ir starfi sínu en hún stofnaði fyr­ir­tækið Jörth með eig­in­manni sín­um Guðmundi Ármanni í fyrra og fyr­ir­tækið hef­ur blómstrað síðan.

Birna G. Ásbjörns­dótt­ir doktor í heil­brigðis­vís­ind­um frá Há­skóla Íslands og ann­ar stofn­enda Jörth brenn­ur fyr­ir starfi sínu en hún stofnaði fyr­ir­tækið Jörth með eig­in­manni sín­um Guðmundi Ármanni í fyrra og fyr­ir­tækið hef­ur blómstrað síðan.

Birna er með M.Sc.-gráðu í nær­ing­ar­lækn­is­fræði frá Sur­rey-há­skóla. Auk þess hef­ur hún lokið námi í gagn­reynd­um heil­brigðis­vís­ind­um frá Oxford-há­skóla. Hún er gest­a­rann­sak­andi við Har­vard-há­skóla­sjúkra­húsið, þar sem hún hef­ur rann­sakað ís­lenska brodd­mjólk mjólk­ur­kúa og áhrif henn­ar á melt­ing­ar­veg­inn, ónæm­is- og tauga­kerfið og á geðheilsu.

Hjón­in hafa meðal ann­ars bætt við fjór­um nýj­um teg­und­um af bæti­efn­um frá Jörth. Þetta eru Imm­un, Nerv, Dorm og Focus. Mark­mið Jörth er að bjóða upp á vör­ur sem styðja við þarma­flór­una og styrkja heil­brigði melt­ing­ar­veg­ar með nátt­úru­leg­um leiðum.

Birna og Guðmundur Ármann komu með sína fyrstu vöru á …
Birna og Guðmund­ur Ármann komu með sína fyrstu vöru á markað í fyrra, nú hafa þau bætt við. mbl.is/​Karítas

Melt­ing­ar­veg­ur­inn og þarma­flór­an þunga­miðjan

Melt­ing­ar­veg­ur­inn og þarma­flór­an hafa verið þunga­miðjan í mennt­un Birnu og rann­sókn­um hér­lend­is og er­lend­is í tæpa tvo ára­tugi. Birna var brautryðjandi í op­in­berri umræðu um þarma­flór­una á Íslandi og er óþreyt­andi í þeirri umræðu um áhrif heil­brigðrar þarma­flóru á heilsu og líðan. Á löng­um ferli sín­um sem ráðgjafi og fyr­ir­les­ari hef­ur Birna verið í nán­um tengsl­um við fólk á sinni veg­ferð að bættri heilsu. Náin tengsl Birnu við veg­ferð fólks að bættri heilsu, rann­sókn­ir og mennt­un henn­ar eru grunn­ur að yf­ir­grips­mik­illi sérþekk­ingu á melt­ing­ar­veg­in­um og þarma­flór­unni.

„Það var ein­stak­lega góð til­finn­ing að klára doktors­námið. Þetta var stórt verk­efni sem ég vann og kannski frek­ar óvenju­legt þar sem ég gerði þrenns kon­ar rann­sókn­ir all­ar með ólíkri aðferðafræði. Meg­in­mark­miðið var að rann­saka sam­spil milli gegnd­ræp­is þarma og geðrask­ana hjá börn­um og ung­ling­um. Niður­stöður leiddu í ljós flókið sam­spil milli ofleka þarma og taugaþrosk­arask­ana og sýna þannig hversu mik­il­vægt er að hlúa að heil­brigði melt­ing­ar­veg­ar, en þarma­flór­an leik­ur þar lyk­il­hlut­verk,“ seg­ir Birna og bæt­ir við:

„Þess­ar niður­stöður hafa aukið áhuga minn enn frek­ar á að þróa bæti­efni sem græða melt­ing­ar­veg­inn og byggja upp öfl­uga þarma­flóru. Doktor­s­verk­efnið und­ir­strik­ar hversu mik­il­væg heild­ræn nálg­un á heilsu er og hún styrkti mig enn frek­ar í þeirri trú að við get­um aukið lífs­gæði með nátt­úru­leg­um og nær­andi vör­um.“

Birna seg­ir að þessi þekk­ing nýt­ist henni vel í því sem hún brenn­ur fyr­ir með Jörth. „Við vilj­um auðvelda fólki þá vinnu að viðhalda heil­brigðri þarma­flóru og stuðla að bættri heilsu á heild­ræn­an hátt.

Rann­sókn­irn­ar mín­ar sýna fram á mik­il­vægi þess að huga að heilsu melt­ing­ar­veg­ar og hvernig við get­um bætt al­menna líðan með réttu mataræði og bæti­efn­um, eins og Abdom, sem inni­held­ur gerjaða brodd­mjólk ásamt í bætt­um góðgerl­um.“

Í doktors­nám­inu bætti Birna við sig enn meiri þekk­ingu og reynslu á þessu sviði. „Ég var svo lán­söm að vera með ein­vala lið sér­fræðinga sem bæði leiðbeindu mér og sátu í doktors­nefnd. Ég lærði vönduð og góð vinnu­brögð og mikla þol­in­mæði, en í vís­ind­um ger­ast hlut­irn­ir gjarn­an hægt. Ég var svo lán­söm að geta hannað mitt verk­efni sjálf og hafði mikið frelsi til at­hafna. En það hafði líka þær af­leiðing­ar að ég var oft að fást við flók­in verk­efni sem fáir voru sér­fróðir um. Ég lærði því að bjarga mér sjálf í ýms­um veru­lega krefj­andi aðstæðum þar sem ég var stund­um að fást við verk­efni þar sem ég hafði eng­an til að leiðbeina mér.

Ég öðlaðist einnig mikla reynslu af því að vinna með sér­fræðing­um á alþjóðavett­vangi, sem hef­ur hjálpað mér að sjá mál frá ólík­um sjón­ar­horn­um og þannig auðgað hug­mynd­ir mín­ar fyr­ir Jörth. Ég lærði líka hversu mik­il­vægt er að eiga góða að í svona krefj­andi námi sem tek­ur all­an manns tíma og rúm­lega það. Það var ómet­an­legt að hafa slík­an stuðning frá fjöl­skyld­unni og fæ ég þeim seint fullþakkað.“

Ógleym­an­legt ferðalag

Aðspurð seg­ir Birna að það sem standi upp úr eft­ir þetta náms­ferli sé sú dýr­mæta reynsla sem hún öðlaðist í sam­starfi við framúrsk­ar­andi sér­fræðinga og leiðbein­end­ur við Há­skóla Íslands og Har­vard-há­skóla­sjúkra­húsið í Bost­on. „Ég er þakk­lát fyr­ir ómet­an­lega leiðsögn frá bæði ís­lensk­um og er­lend­um vís­inda­mönn­um sem hafa gert þetta ferðalag ógleym­an­legt, bæði per­sónu­lega og fag­lega. Að vinna með þess­um teym­um hef­ur ekki bara aukið þekk­ingu mína á sviði melt­ing­ar­veg­ar og geðheilsu held­ur einnig mótað mig sem rann­sak­anda með dýpri skiln­ing á mik­il­vægi þverfag­legr­ar nálg­un­ar. Þetta ferli hef­ur styrkt þekk­ingu mína og færni varðandi hönn­un og þróun á vör­um Jörth. Vör­um sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan, byggðum á rann­sókn­um og vís­inda­lega studd­um aðferðum,“ seg­ir Birna.

„Einnig hef­ur verið áhuga­vert að sjá hversu mik­il áhrif heil­brigð þarma­flóra get­ur haft á heilsu og vellíðan. Það hef­ur verið sér­stak­lega áhuga­vert að fá betri inn­sýn í tengsl­in milli þarma­flóru og geðheilsu og ég vil nýta þessa þekk­ingu til að þróa vandaðar vör­ur sem geta haft raun­veru­leg áhrif á fólk í dag­legu lífi.“

Hjónin búa í fallegu húsi, Smiðshúsi, við sjóinn á Eyrarbakka …
Hjón­in búa í fal­legu húsi, Smiðshúsi, við sjó­inn á Eyr­ar­bakka ásamt börn­um sín­um tveim­ur; Emblu og Nóa. Þar fá þau inn­blást­ur úr nátt­úr­unni fyr­ir verk­efn­in sín. mbl.is/​Karítas

Efla melt­ingu og styðja við ónæmis­kerfið

Eins og áður seg­ir stend­ur Jörth fyr­ir heil­brigða nálg­un á heilsu með nátt­úru­leg­um, sjálf­bær­um vör­um sem byggj­ast á nýj­ustu rann­sókn­um.

„Mark­mið okk­ar er að bjóða fólki upp á ein­fald­ar og áhrifa­rík­ar leiðir til að bæta heilsu sína og skapa vör­ur sem stuðla að heil­brigði melt­ing­ar­veg­ar, ónæmis­kerf­is, tauga­kerf­is og lík­am­ans í heild. Nýju vör­urn­ar okk­ar eru hugsaðar til að bæta þetta meðal ann­ars.

Imm­un er bæti­efni sem styður ónæmis­kerfið með blöndu af gerjaðri brodd­mjólk, lysozyme og ovotrans­fer­ríni. Þessi inni­halds­efni eru þekkt fyr­ir eig­in­leika sína sem geta veitt stuðning við nátt­úru­leg­ar varn­ir lík­am­ans og stuðlað að auk­inni vellíðan.

Þegar Birna er spurð hvað sé áhuga­verðast við vör­urn­ar hjá Jörth seg­ir hún það vera heild­ræna og vís­inda­lega nálg­un­ina sem ligg­ur að baki hverri vöru. „Við not­um nátt­úru­leg, hágæða hrá­efni sem hafa verið val­in út frá nýj­ustu rann­sókn­um og þekk­ingu á þarma­flóru, ónæmis­kerfi og tengsl­um þeirra við al­menna heilsu. Vör­urn­ar okk­ar eru þróaðar til að vinna með lík­am­an­um og styðja við heilsu frá grunni, hvort sem það er með því að efla melt­ingu, styðja við ónæmis­kerfið, auka ró og ein­beit­ingu eða bæta svefn.

Áhuga­verðasti þátt­ur­inn er lík­lega hvernig við nálg­umst heilsu á heild­ræn­an hátt. Með því að styðja við þarma­flór­una og heil­brigði melt­ing­ar­veg­ar eru vör­urn­ar okk­ar hannaðar til að bæta bæði lík­am­lega og and­lega vellíðan. Þannig geta þær haft já­kvæð áhrif á mis­mun­andi þætti heilsu, allt frá melt­ingu til orku, svefn­gæða og ein­beit­ing­ar. Þetta ger­ir vör­urn­ar frá Jörth að öfl­ugu verk­færi sem styður við heilsu og er byggt á nátt­úru­leg­um efn­um og vís­inda­leg­um grunni.“

Markmið Birnu er að bjóða fólki upp á einfaldar og …
Mark­mið Birnu er að bjóða fólki upp á ein­fald­ar og áhrifa­rík­ar leiðir til að bæta heilsu sína og skapa vör­ur sem bæta þarma­flór­una. mbl.is/​Karítas

Sam­ein­ar ís­lenska brodd­mjólk og ovótrans­fer­rín

„Imm­un er sér­stak­lega merki­leg vara vegna þess að hún er fyrsta bæti­efnið í heim­in­um sem sam­ein­ar ís­lenska brodd­mjólk og ovótrans­fer­rín. Brodd­mjólk­in inni­held­ur lactó­fer­rín, sem rann­sókn­ir sýna að hef­ur ör­veru­eyðandi eig­in­leika og styður við ónæmis­kerfið. Með því að bæta ovótrans­fer­ríni sem unnið er úr eggj­um við brodd­mjólk­ina höf­um við náð að blanda sam­an tveim­ur öfl­ug­um prótein­um sem vinna á breiðvirk­an hátt sam­an til að styrkja nátt­úru­leg­ar varn­ir lík­am­ans. Ovótrans­fer­rín hef­ur sýnt fram á sýkla­varn­andi eig­in­leika sem geta haft já­kvæð áhrif á ónæm­is­svör­un og stuðlað að al­mennri vellíðan.

Þessi sam­setn­ing nátt­úru­legra inni­halds­efna og ný­stár­legr­ar tækni eins og þurr­gerj­un­ar ger­ir vör­urn­ar okk­ar ein­stak­ar. Með því að sam­eina brodd­mjólk og ovótrans­fer­rín í Imm­un höf­um við skapað bæti­efni sem styður við heilsu á marg­vís­leg­an máta og nýt­ir nátt­úru­leg efni á áhrifa­rík­an hátt til að styðja við ónæmis­kerfið.“

Skipt­ir máli fyr­ir þarma­flór­una hvað við borðum

Birna seg­ir það skipta miklu máli hvað við borðum og hvenær þegar kem­ur að þarma­flór­unni. „Mataræði skipt­ir veru­legu máli þegar kem­ur að heilsu þarma­flór­unn­ar. Það sem við borðum hef­ur bein áhrif á teg­und­ir og fjöl­breyti­leika bakt­ería í þörm­un­um sem aft­ur hef­ur áhrif á al­menna vellíðan okk­ar.

Trefjar eru mik­il­væg nær­ing fyr­ir góðgerl­ana í þörm­un­um. Fæði sem er ríkt af trefj­um, svo sem græn­meti, ávext­ir, hnet­ur, fræ, baun­ir og heil­korn, stuðlar að aukn­um fjöl­breyti­leika gagn­legra bakt­ería. Mat­væli eins og jóg­úrt, súr­kál, kombucha og miso inni­halda nátt­úru­lega góðgerla sem geta styrkt þarma­flór­una og stuðlað að heil­brigðri melt­ingu.

Mikið unn­in mat­væli og syk­ur geta stuðlað að bakt­eríuó­jafn­vægi í þörm­un­um og valdið bólg­um, sem hef­ur nei­kvæð áhrif á heil­brigði melt­ing­ar­veg­ar.

Fjöl­breytni plöntu­teg­unda, vönduð prótein og góð fita

Lík­am­inn, þar á meðal þarma­flór­an, fylg­ir dæg­ur­sveiflu. Að borða reglu­lega get­ur hjálpað til við að styðja við þessa líf­fræðilegu hringrás og stuðla að heil­brigðri melt­ingu. Mataræði og tíma­setn­ing máltíða hafa áhrif á þarma­flór­una og al­menna heilsu. Með því að velja nær­ing­ar­rík­an og trefja­rík­an mat ásamt reglu­leg­um máltíðum stuðlar maður að heil­brigðri þarma­flóru. Þetta hjálp­ar ekki aðeins til við betri melt­ingu held­ur hef­ur áhrif á ónæmis­kerfið, orku og vellíðan í heild.“

Þegar kem­ur að mataræði seg­ist Birna fyrst og fremst huga að fjöl­breytni og hreinu fæði. „Ég hef prufað ým­is­legt hvað það varðar. Í dag er ég sann­færð um að mataræði sem inni­held­ur mikla fjöl­breytni plöntu­teg­unda, vönduð prótein og góða fitu er best. Það er mik­il­vægt að forðast unnið fæði, sér í lagi gjör­unnið fæði, en það hef ég gert mest­alla ævi og mun lík­lega ekki víkja frá þeirri reglu það sem eft­ir er. Ég er hins veg­ar mót­fall­in því að vera á ein­hverju sér­stöku fæði þar sem það skerðir gjarn­an frelsi okk­ar til að njóta. Ég tel það heil­brigt að velja alltaf besta kost og njóta.“

Þegar kem­ur að sam­fé­lags­legri ábyrgð láta Birna og Guðmund­ur það sig varða. „Við leggj­um mikla áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð í tengsl­um við nær­ingu fyr­ir bæði lík­ama og sál. Mark­mið okk­ar er að bjóða upp á vör­ur sem stuðla að heild­rænni heilsu, en við lít­um einnig á það sem okk­ar ábyrgð að stuðla að sjálf­bær­um og nátt­úru­væn­um lausn­um.

Við not­um nátt­úru­leg hrá­efni sem eru val­in með til­liti til gæða og nær­ing­ar­inni­halds. Þetta trygg­ir að vör­urn­ar okk­ar styðji við heilsu á ör­ugg­an og áhrifa­rík­an hátt, án óæski­legra auka­efna eða skaðlegra inni­halds­efna. Við leggj­um mikla áherslu á að velja hrá­efni og fram­leiðsluaðferðir sem lág­marka áhrif á um­hverfið. Til dæm­is not­um við frostþurrkaða brodd­mjólk og míkró­hjúp­un, sem eru hvort tveggja aðferðir sem hjálpa til við að varðveita hrá­efn­in og lág­marka sóun. Við erum meðvituð um mik­il­vægi þess að starfa á sjálf­bær­an hátt og velj­um um­hverf­i­s­væn­ar lausn­ir í allri fram­leiðslunni.

Birna seg­ir enn­frem­ur að þau trúi því að það sé þeirra ábyrgð að auka meðvit­und og fræða al­menn­ing um mik­il­vægi þarma­flóru og tengsl henn­ar við al­menna heilsu. „Með því að veita aðgengi­leg­ar upp­lýs­ing­ar og fræðslu von­umst við til að stuðla að betri heilsu fyr­ir sam­fé­lagið í heild. Við leggj­um líka áherslu á rann­sókn­ir og sam­starf við inn­lenda og er­lenda vís­inda­menn og há­skóla. Mark­mið okk­ar er að þróa vör­ur sem byggj­ast á nýj­ustu vís­ind­um og sem styðja við ís­lenska þekk­ing­ar­sköp­un og ný­sköp­un á sviði heilsu.

Vert er líka að nefna það að við höf­um skuld­bundið okk­ur til að skapa gæðavör­ur sem stuðla að heilsu­efl­ingu, vinna með nátt­úr­unni og draga úr mat­ar­sóun og um­hverf­isáhrif­um. Með því að leggja áherslu á sjálf­bærni og fræðslu stefn­um við að því að hafa já­kvæð áhrif á bæði sam­fé­lagið og um­hverfið,“ seg­ir Birna að lok­um.

Birna nýtur sín heima í eldhúsinu og þar fær hún …
Birna nýt­ur sín heima í eld­hús­inu og þar fær hún gjarn­an inn­blást­ur í verk sín. mbl.is/​Karítas
mbl.is