Birna G. Ásbjörnsdóttir doktor í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og annar stofnenda Jörth brennur fyrir starfi sínu en hún stofnaði fyrirtækið Jörth með eiginmanni sínum Guðmundi Ármanni í fyrra og fyrirtækið hefur blómstrað síðan.
Birna G. Ásbjörnsdóttir doktor í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og annar stofnenda Jörth brennur fyrir starfi sínu en hún stofnaði fyrirtækið Jörth með eiginmanni sínum Guðmundi Ármanni í fyrra og fyrirtækið hefur blómstrað síðan.
Birna G. Ásbjörnsdóttir doktor í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og annar stofnenda Jörth brennur fyrir starfi sínu en hún stofnaði fyrirtækið Jörth með eiginmanni sínum Guðmundi Ármanni í fyrra og fyrirtækið hefur blómstrað síðan.
Birna er með M.Sc.-gráðu í næringarlæknisfræði frá Surrey-háskóla. Auk þess hefur hún lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxford-háskóla. Hún er gestarannsakandi við Harvard-háskólasjúkrahúsið, þar sem hún hefur rannsakað íslenska broddmjólk mjólkurkúa og áhrif hennar á meltingarveginn, ónæmis- og taugakerfið og á geðheilsu.
Hjónin hafa meðal annars bætt við fjórum nýjum tegundum af bætiefnum frá Jörth. Þetta eru Immun, Nerv, Dorm og Focus. Markmið Jörth er að bjóða upp á vörur sem styðja við þarmaflóruna og styrkja heilbrigði meltingarvegar með náttúrulegum leiðum.
Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. Birna var brautryðjandi í opinberri umræðu um þarmaflóruna á Íslandi og er óþreytandi í þeirri umræðu um áhrif heilbrigðrar þarmaflóru á heilsu og líðan. Á löngum ferli sínum sem ráðgjafi og fyrirlesari hefur Birna verið í nánum tengslum við fólk á sinni vegferð að bættri heilsu. Náin tengsl Birnu við vegferð fólks að bættri heilsu, rannsóknir og menntun hennar eru grunnur að yfirgripsmikilli sérþekkingu á meltingarveginum og þarmaflórunni.
„Það var einstaklega góð tilfinning að klára doktorsnámið. Þetta var stórt verkefni sem ég vann og kannski frekar óvenjulegt þar sem ég gerði þrenns konar rannsóknir allar með ólíkri aðferðafræði. Meginmarkmiðið var að rannsaka samspil milli gegndræpis þarma og geðraskana hjá börnum og unglingum. Niðurstöður leiddu í ljós flókið samspil milli ofleka þarma og taugaþroskaraskana og sýna þannig hversu mikilvægt er að hlúa að heilbrigði meltingarvegar, en þarmaflóran leikur þar lykilhlutverk,“ segir Birna og bætir við:
„Þessar niðurstöður hafa aukið áhuga minn enn frekar á að þróa bætiefni sem græða meltingarveginn og byggja upp öfluga þarmaflóru. Doktorsverkefnið undirstrikar hversu mikilvæg heildræn nálgun á heilsu er og hún styrkti mig enn frekar í þeirri trú að við getum aukið lífsgæði með náttúrulegum og nærandi vörum.“
Birna segir að þessi þekking nýtist henni vel í því sem hún brennur fyrir með Jörth. „Við viljum auðvelda fólki þá vinnu að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru og stuðla að bættri heilsu á heildrænan hátt.
Rannsóknirnar mínar sýna fram á mikilvægi þess að huga að heilsu meltingarvegar og hvernig við getum bætt almenna líðan með réttu mataræði og bætiefnum, eins og Abdom, sem inniheldur gerjaða broddmjólk ásamt í bættum góðgerlum.“
Í doktorsnáminu bætti Birna við sig enn meiri þekkingu og reynslu á þessu sviði. „Ég var svo lánsöm að vera með einvala lið sérfræðinga sem bæði leiðbeindu mér og sátu í doktorsnefnd. Ég lærði vönduð og góð vinnubrögð og mikla þolinmæði, en í vísindum gerast hlutirnir gjarnan hægt. Ég var svo lánsöm að geta hannað mitt verkefni sjálf og hafði mikið frelsi til athafna. En það hafði líka þær afleiðingar að ég var oft að fást við flókin verkefni sem fáir voru sérfróðir um. Ég lærði því að bjarga mér sjálf í ýmsum verulega krefjandi aðstæðum þar sem ég var stundum að fást við verkefni þar sem ég hafði engan til að leiðbeina mér.
Ég öðlaðist einnig mikla reynslu af því að vinna með sérfræðingum á alþjóðavettvangi, sem hefur hjálpað mér að sjá mál frá ólíkum sjónarhornum og þannig auðgað hugmyndir mínar fyrir Jörth. Ég lærði líka hversu mikilvægt er að eiga góða að í svona krefjandi námi sem tekur allan manns tíma og rúmlega það. Það var ómetanlegt að hafa slíkan stuðning frá fjölskyldunni og fæ ég þeim seint fullþakkað.“
Aðspurð segir Birna að það sem standi upp úr eftir þetta námsferli sé sú dýrmæta reynsla sem hún öðlaðist í samstarfi við framúrskarandi sérfræðinga og leiðbeinendur við Háskóla Íslands og Harvard-háskólasjúkrahúsið í Boston. „Ég er þakklát fyrir ómetanlega leiðsögn frá bæði íslenskum og erlendum vísindamönnum sem hafa gert þetta ferðalag ógleymanlegt, bæði persónulega og faglega. Að vinna með þessum teymum hefur ekki bara aukið þekkingu mína á sviði meltingarvegar og geðheilsu heldur einnig mótað mig sem rannsakanda með dýpri skilning á mikilvægi þverfaglegrar nálgunar. Þetta ferli hefur styrkt þekkingu mína og færni varðandi hönnun og þróun á vörum Jörth. Vörum sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan, byggðum á rannsóknum og vísindalega studdum aðferðum,“ segir Birna.
„Einnig hefur verið áhugavert að sjá hversu mikil áhrif heilbrigð þarmaflóra getur haft á heilsu og vellíðan. Það hefur verið sérstaklega áhugavert að fá betri innsýn í tengslin milli þarmaflóru og geðheilsu og ég vil nýta þessa þekkingu til að þróa vandaðar vörur sem geta haft raunveruleg áhrif á fólk í daglegu lífi.“
Eins og áður segir stendur Jörth fyrir heilbrigða nálgun á heilsu með náttúrulegum, sjálfbærum vörum sem byggjast á nýjustu rannsóknum.
„Markmið okkar er að bjóða fólki upp á einfaldar og áhrifaríkar leiðir til að bæta heilsu sína og skapa vörur sem stuðla að heilbrigði meltingarvegar, ónæmiskerfis, taugakerfis og líkamans í heild. Nýju vörurnar okkar eru hugsaðar til að bæta þetta meðal annars.
Immun er bætiefni sem styður ónæmiskerfið með blöndu af gerjaðri broddmjólk, lysozyme og ovotransferríni. Þessi innihaldsefni eru þekkt fyrir eiginleika sína sem geta veitt stuðning við náttúrulegar varnir líkamans og stuðlað að aukinni vellíðan.
Þegar Birna er spurð hvað sé áhugaverðast við vörurnar hjá Jörth segir hún það vera heildræna og vísindalega nálgunina sem liggur að baki hverri vöru. „Við notum náttúruleg, hágæða hráefni sem hafa verið valin út frá nýjustu rannsóknum og þekkingu á þarmaflóru, ónæmiskerfi og tengslum þeirra við almenna heilsu. Vörurnar okkar eru þróaðar til að vinna með líkamanum og styðja við heilsu frá grunni, hvort sem það er með því að efla meltingu, styðja við ónæmiskerfið, auka ró og einbeitingu eða bæta svefn.
Áhugaverðasti þátturinn er líklega hvernig við nálgumst heilsu á heildrænan hátt. Með því að styðja við þarmaflóruna og heilbrigði meltingarvegar eru vörurnar okkar hannaðar til að bæta bæði líkamlega og andlega vellíðan. Þannig geta þær haft jákvæð áhrif á mismunandi þætti heilsu, allt frá meltingu til orku, svefngæða og einbeitingar. Þetta gerir vörurnar frá Jörth að öflugu verkfæri sem styður við heilsu og er byggt á náttúrulegum efnum og vísindalegum grunni.“
„Immun er sérstaklega merkileg vara vegna þess að hún er fyrsta bætiefnið í heiminum sem sameinar íslenska broddmjólk og ovótransferrín. Broddmjólkin inniheldur lactóferrín, sem rannsóknir sýna að hefur örverueyðandi eiginleika og styður við ónæmiskerfið. Með því að bæta ovótransferríni sem unnið er úr eggjum við broddmjólkina höfum við náð að blanda saman tveimur öflugum próteinum sem vinna á breiðvirkan hátt saman til að styrkja náttúrulegar varnir líkamans. Ovótransferrín hefur sýnt fram á sýklavarnandi eiginleika sem geta haft jákvæð áhrif á ónæmissvörun og stuðlað að almennri vellíðan.
Þessi samsetning náttúrulegra innihaldsefna og nýstárlegrar tækni eins og þurrgerjunar gerir vörurnar okkar einstakar. Með því að sameina broddmjólk og ovótransferrín í Immun höfum við skapað bætiefni sem styður við heilsu á margvíslegan máta og nýtir náttúruleg efni á áhrifaríkan hátt til að styðja við ónæmiskerfið.“
Birna segir það skipta miklu máli hvað við borðum og hvenær þegar kemur að þarmaflórunni. „Mataræði skiptir verulegu máli þegar kemur að heilsu þarmaflórunnar. Það sem við borðum hefur bein áhrif á tegundir og fjölbreytileika baktería í þörmunum sem aftur hefur áhrif á almenna vellíðan okkar.
Trefjar eru mikilvæg næring fyrir góðgerlana í þörmunum. Fæði sem er ríkt af trefjum, svo sem grænmeti, ávextir, hnetur, fræ, baunir og heilkorn, stuðlar að auknum fjölbreytileika gagnlegra baktería. Matvæli eins og jógúrt, súrkál, kombucha og miso innihalda náttúrulega góðgerla sem geta styrkt þarmaflóruna og stuðlað að heilbrigðri meltingu.
Mikið unnin matvæli og sykur geta stuðlað að bakteríuójafnvægi í þörmunum og valdið bólgum, sem hefur neikvæð áhrif á heilbrigði meltingarvegar.
Líkaminn, þar á meðal þarmaflóran, fylgir dægursveiflu. Að borða reglulega getur hjálpað til við að styðja við þessa líffræðilegu hringrás og stuðla að heilbrigðri meltingu. Mataræði og tímasetning máltíða hafa áhrif á þarmaflóruna og almenna heilsu. Með því að velja næringarríkan og trefjaríkan mat ásamt reglulegum máltíðum stuðlar maður að heilbrigðri þarmaflóru. Þetta hjálpar ekki aðeins til við betri meltingu heldur hefur áhrif á ónæmiskerfið, orku og vellíðan í heild.“
Þegar kemur að mataræði segist Birna fyrst og fremst huga að fjölbreytni og hreinu fæði. „Ég hef prufað ýmislegt hvað það varðar. Í dag er ég sannfærð um að mataræði sem inniheldur mikla fjölbreytni plöntutegunda, vönduð prótein og góða fitu er best. Það er mikilvægt að forðast unnið fæði, sér í lagi gjörunnið fæði, en það hef ég gert mestalla ævi og mun líklega ekki víkja frá þeirri reglu það sem eftir er. Ég er hins vegar mótfallin því að vera á einhverju sérstöku fæði þar sem það skerðir gjarnan frelsi okkar til að njóta. Ég tel það heilbrigt að velja alltaf besta kost og njóta.“
Þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð láta Birna og Guðmundur það sig varða. „Við leggjum mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í tengslum við næringu fyrir bæði líkama og sál. Markmið okkar er að bjóða upp á vörur sem stuðla að heildrænni heilsu, en við lítum einnig á það sem okkar ábyrgð að stuðla að sjálfbærum og náttúruvænum lausnum.
Við notum náttúruleg hráefni sem eru valin með tilliti til gæða og næringarinnihalds. Þetta tryggir að vörurnar okkar styðji við heilsu á öruggan og áhrifaríkan hátt, án óæskilegra aukaefna eða skaðlegra innihaldsefna. Við leggjum mikla áherslu á að velja hráefni og framleiðsluaðferðir sem lágmarka áhrif á umhverfið. Til dæmis notum við frostþurrkaða broddmjólk og míkróhjúpun, sem eru hvort tveggja aðferðir sem hjálpa til við að varðveita hráefnin og lágmarka sóun. Við erum meðvituð um mikilvægi þess að starfa á sjálfbæran hátt og veljum umhverfisvænar lausnir í allri framleiðslunni.
Birna segir ennfremur að þau trúi því að það sé þeirra ábyrgð að auka meðvitund og fræða almenning um mikilvægi þarmaflóru og tengsl hennar við almenna heilsu. „Með því að veita aðgengilegar upplýsingar og fræðslu vonumst við til að stuðla að betri heilsu fyrir samfélagið í heild. Við leggjum líka áherslu á rannsóknir og samstarf við innlenda og erlenda vísindamenn og háskóla. Markmið okkar er að þróa vörur sem byggjast á nýjustu vísindum og sem styðja við íslenska þekkingarsköpun og nýsköpun á sviði heilsu.
Vert er líka að nefna það að við höfum skuldbundið okkur til að skapa gæðavörur sem stuðla að heilsueflingu, vinna með náttúrunni og draga úr matarsóun og umhverfisáhrifum. Með því að leggja áherslu á sjálfbærni og fræðslu stefnum við að því að hafa jákvæð áhrif á bæði samfélagið og umhverfið,“ segir Birna að lokum.