Talinn hafa skipulagt árás á sendiráð í Berlín

Ísrael/Palestína | 20. október 2024

Talinn hafa skipulagt árás á sendiráð í Berlín

Líbanskur karlmaður grunaður um að skipuleggja árás á ísraelska sendiráðið í Berlín, höfuðborg Þýskalands, er í haldi lögreglunnar þar í landi, en hann kemur fyrir dómara í dag. 

Talinn hafa skipulagt árás á sendiráð í Berlín

Ísrael/Palestína | 20. október 2024

Maðurinn er grunaður um að hafa skipulagt árás á ísraelska …
Maðurinn er grunaður um að hafa skipulagt árás á ísraelska sendiráðið. AFP/Sebastien Bozon

Líbanskur karlmaður grunaður um að skipuleggja árás á ísraelska sendiráðið í Berlín, höfuðborg Þýskalands, er í haldi lögreglunnar þar í landi, en hann kemur fyrir dómara í dag. 

Líbanskur karlmaður grunaður um að skipuleggja árás á ísraelska sendiráðið í Berlín, höfuðborg Þýskalands, er í haldi lögreglunnar þar í landi, en hann kemur fyrir dómara í dag. 

Maðurinn, sem sagður er heita Omar A., var handtekinn á heimili sínu í Bernau í gærkvöldi eftir að þýsk stjórnvöld fengu ábendingu frá erlendri leyniþjónustu. Omar var ekki á lista þýsku lögreglunnar yfir þá sem grunaðir eru um tengsl við hryðjuverkahópa.

Hann er sagður hafa ætlað að ráðast að ísraelska sendiráðinu með mjög tæknilegum skotvopnum

Omar er meðal annars sagður hafa átt í samskiptum við meðlimi íslamska ríkisins í gegnum spjallforrit og segir saksóknari að hinn grunaði aðhyllist hugmyndafræði samtakanna.

Hann er talinn hafa komið til Þýskalands í nóvember árið 2022 og óskað eftir hæli í janúar árið eftir. Honum hafi hins vegar verið synjað um hæli í september árið 2023.

mbl.is