Davíð Lúther nýr framkvæmdastjóri Oche Reykjavík

Viðskiptalífið | 21. október 2024

Davíð Lúther nýr framkvæmdastjóri Oche Reykjavík

Davíð Lúther Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingastaðarins Oche Reykjavík sem er staðsettur í Kringlunni. Davið Lúther er einnig einn af eigendum staðarins. Oche er alþjóðleg veitingahúsa- og upplifunarkeðja og er staðsett í alls tíu löndum.

Davíð Lúther nýr framkvæmdastjóri Oche Reykjavík

Viðskiptalífið | 21. október 2024

Davíð Lúther Sigurðarson er nýr framkvæmdastjóri Oche Reykjavík.
Davíð Lúther Sigurðarson er nýr framkvæmdastjóri Oche Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Davíð Lúther Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingastaðarins Oche Reykjavík sem er staðsettur í Kringlunni. Davið Lúther er einnig einn af eigendum staðarins. Oche er alþjóðleg veitingahúsa- og upplifunarkeðja og er staðsett í alls tíu löndum.

Davíð Lúther Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingastaðarins Oche Reykjavík sem er staðsettur í Kringlunni. Davið Lúther er einnig einn af eigendum staðarins. Oche er alþjóðleg veitingahúsa- og upplifunarkeðja og er staðsett í alls tíu löndum.

Davíð Lúther stofnaði framleiðslufyrirtækið Silent árið 2009 sem var síðar sameinað auglýsingastofunni Sahara sem hann einnig stofnaði árið 2016 og er í dag ein af fremstu og þekktustu auglýsingastofum landsins.

Davíð Lúther var framkvæmdastjóri en ákvað að hætta í auglýsingageiranum á síðasta ári og söðla um. Einnig kynnti hann íslendingum fyrir The Color Run þegar hann kom með það til landsins árið 2015 en er nú í eigu Senu Live. 

Oche Reykjavík er á 3. hæð Kringlunnar þar sem áður var Stjörnutorg. Staðurinn býður upp á upplifun og veitingar. Oche er með veitingastað, bar,  einkaherbergi, 15 pílubása, 5 Shufle borð og 2 karaoke herbergi. Staðurinn tekur allt að 300 gesti í sæti í mat og drykk.

„Viðtökurnar í haust hafa verið alveg frábærar og við erum í skýjunum. Það hefur verið uppbókað hjá okkur fimmtudaga til laugardaga síðustu 5-6 vikur. Aðrir dagar hafa verið einnig mjög fínir. Sunnudagar eru sérstakir fjölskyldudagar en lokað er á mánudögum hjá okkur,“ segir Davíð Lúther.

mbl.is