Ísraelar hófu í gærkvöldi loftárásir á fjármálastöðvar Al-Qard Al-Hassan í Líbanon sem segja að fjármagni Hisbollah-samtökin.
Ísraelar hófu í gærkvöldi loftárásir á fjármálastöðvar Al-Qard Al-Hassan í Líbanon sem segja að fjármagni Hisbollah-samtökin.
Ísraelar hófu í gærkvöldi loftárásir á fjármálastöðvar Al-Qard Al-Hassan í Líbanon sem segja að fjármagni Hisbollah-samtökin.
Ríkisfjölmiðill Líbanons greindi frá því í gærkvöldi að 11 loftárásir hefðu verið gerðar á úthverfi í suðurhluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, og var mörgum þeirra beint að Al-Qard Al-Hassan. Öðrum árásum var beint að starfsemi þeirra í Bekaa-dal í austurhluta Líbanons og í suðurhluta landsins.
Einnig kom fram að árás hefði verið gerð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Beirút. Flest hjálpargögn sem berast til Líbanons fara í gegnum flugvöllinn, auk þess sem margir hafa flúið landið þaðan.
Skömmu síðar sögðust Hisbollah-samtökin hafa skotið niður 450 árásardróna Ísraela, án þess að tilgreina hvar þeir voru skotnir niður. Samtökin, sem njóta stuðnings Írans, sögðust einnig hafa skotið þó nokkrum sprengikúlum yfir landamærin á ísraelska hermenn.