Glútenlausar vöfflur sem eiga eftir að slá í gegn

Uppskriftir | 21. október 2024

Glútenlausar vöfflur sem eiga eftir að slá í gegn

Þessar vöfflur eiga eftir að slá í gegn, þær eru bæði glútenlausar og ómótstæðilega bragðgóðar. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Anna Guðný Torfa­dótt­ir hjá Heilsu og vellíðan. Þegar hún gerir þessar vöfflur finnst henni allra best að bera þær fram með hnetusmjöri og frosnum, lífrænum hindberjum.

Glútenlausar vöfflur sem eiga eftir að slá í gegn

Uppskriftir | 21. október 2024

Anna Guðný Torfadóttir kann að gera mjög góðar glútenlausar vöfflur.
Anna Guðný Torfadóttir kann að gera mjög góðar glútenlausar vöfflur. Samsett mynd

Þessar vöfflur eiga eftir að slá í gegn, þær eru bæði glútenlausar og ómótstæðilega bragðgóðar. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Anna Guðný Torfa­dótt­ir hjá Heilsu og vellíðan. Þegar hún gerir þessar vöfflur finnst henni allra best að bera þær fram með hnetusmjöri og frosnum, lífrænum hindberjum.

Þessar vöfflur eiga eftir að slá í gegn, þær eru bæði glútenlausar og ómótstæðilega bragðgóðar. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Anna Guðný Torfa­dótt­ir hjá Heilsu og vellíðan. Þegar hún gerir þessar vöfflur finnst henni allra best að bera þær fram með hnetusmjöri og frosnum, lífrænum hindberjum.

Hún deildi upp­skrift­inni ásamt aðferðinni með fylgj­end­um sín­um á dög­un­um á Instagram-síðu sinni hér.

Glútenlausar vöfflur

  • 5 dl haframjöl
  • 6 dl vatn
  • 4-6 döðlur
  • 4 msk. chiafræ
  • 2 bananar
  • 3 msk. kókosolía, bráðin
  • 2 tsk. kanill
  • Gróft salt

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefnin saman í blandara og blandið mjög vel saman, þar til deigið verður alveg silkimjúkt.
  2. Setjið smá kókosolíu á járnið og dreifið henni.
  3. Gerið það fyrir hverja vöfflu svo þær festist ekki við.
  4. Berið síðan vöfflurnar fram með því sem hugurinn girnist og njótið.
mbl.is