Opnað var fyrir aðgengi að Grindavíkurbæ á nýjan leik klukkan 6 í morgun. Fjarlægja átti lokunarpósta þannig að hægt væri að aka inn í bæinn hindrunarlaust.
Opnað var fyrir aðgengi að Grindavíkurbæ á nýjan leik klukkan 6 í morgun. Fjarlægja átti lokunarpósta þannig að hægt væri að aka inn í bæinn hindrunarlaust.
Opnað var fyrir aðgengi að Grindavíkurbæ á nýjan leik klukkan 6 í morgun. Fjarlægja átti lokunarpósta þannig að hægt væri að aka inn í bæinn hindrunarlaust.
Í síðustu viku var tilkynnt á upplýsingafundi Grindavíkurnefndarinnar að opna fyrir aðgengi að Grindavík í samráði við ríkislögreglustjóra. Almannavarnarstig í bænum hefur verið fært af hættustigi yfir á óvissustig.
Þrátt fyrir að ýmsar öryggisráðstafanir auki öryggi í bænum hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lagt áherslu á að íbúar og gestir dvelja inni á hættusvæði á eigin ábyrgð. Þá hefur hann einnig undirstrikað að Grindavík sé ekki staður fyrir börn.
„Við vonum að þetta gangi allt saman vel en brýnum fyrir fólki og ferðamönnum að gæta fyllstu varúðar. Það eru ýmsar hættur í og við Grindavík og fólk verður að vera á varðbergi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, við mbl.is.
Hjördís segir að almannavarnir muni fylgjast vel með og verða áfram í góðri samvinnu við Veðurstofu Íslands en í tilkynningu frá Veðurstofunni fyrir helgi kom fram að haldi kvikusöfnum áfram á svipuðum hraða og undanfarið er líklegast að annað kvikuhlaup og mögulega eldgos verði á Sundhnúkagígaröðinni í kjölfarið.
„Það má alveg búast við því ferðamenn geri sér leið inn í Grindavík og vilji skoða aðstæður og við hvetjum þá sem skipuleggja ferðir á staðinn að koma skilaboðum til fólks að fara öllu með gát og hlýði tilmælum,“ segir Hjördís.