Guðdómlega fallegt sólberjakonfekt með bleikri súkkulaðiskel

Uppskriftir | 21. október 2024

Guðdómlega fallegt sólberjakonfekt með bleikri súkkulaðiskel

Eftirréttadrottningin, Ólöf Ólafsdóttir, og fyrrverandi landsliðskokkur ætl­ar að halda upp á Bleika dag­inn sem fram undan er á miðviku­dag­inn 23. októ­ber næst­kom­andi og bjóða upp á þessa dýrindis bleiku konfektmola.

Guðdómlega fallegt sólberjakonfekt með bleikri súkkulaðiskel

Uppskriftir | 21. október 2024

Eftirréttadrottningin, Ólöf Ólafsdóttir, ætlar að bjóða upp á þessa guðdómlega …
Eftirréttadrottningin, Ólöf Ólafsdóttir, ætlar að bjóða upp á þessa guðdómlega fallegu konfektmola með kaffinu á Bleika deginum. Samsett mynd

Eftirréttadrottningin, Ólöf Ólafsdóttir, og fyrrverandi landsliðskokkur ætl­ar að halda upp á Bleika dag­inn sem fram undan er á miðviku­dag­inn 23. októ­ber næst­kom­andi og bjóða upp á þessa dýrindis bleiku konfektmola.

Eftirréttadrottningin, Ólöf Ólafsdóttir, og fyrrverandi landsliðskokkur ætl­ar að halda upp á Bleika dag­inn sem fram undan er á miðviku­dag­inn 23. októ­ber næst­kom­andi og bjóða upp á þessa dýrindis bleiku konfektmola.

Til­efni bleika dags­ins er ærið en það er að all­ar kon­ur sem greinst hafa með krabba­mein finni fyr­ir stuðningi lands­manna og sam­stöðu. 

Hér er á ferðinni guðdómlegt sólberjakonfekt með bleikri súkkulaðiskel sem bráðnar í munni. Ólöf segir að það sé alls ekki flókið að gera konfekt en galdurinn sé fyrst og fremst að flýta sér hægt og nostra við molana. Einnig er lykilatriðið að tempra súkkulaðið rétt. 

Til þess að gera konfekt eins og þetta þarf að vera konfektform til staðar. Í forminu mótast konfektmolinn.

Sólberjakonfekt með bleikri súkkulaðiskel sem gleður sálina.
Sólberjakonfekt með bleikri súkkulaðiskel sem gleður sálina. Ljósmynd/Ólöf Ólafsdóttir

Sólberjakonfekt  með bleikri súkkulaðiskel

Sólberjasulta

  • 200 g sólberja púrra
  • 7 g sítrónusafi
  • 40 g corn síróp (glúkósi)
  • 5 g pektín
  • 60 g sykur

Aðferð:

  1. Blandið sykri og pektíni saman og setjið til hliðar.
  2. Vigtið það sem eftir er af hráefnunum í pott og hitið að suðu, hellið þá sykurblöndunni saman við og passið þetta stanslaust á meðan.
  3. Hellið sultunni í skál og leyfið henni að kólna alveg.
  4. Þegar sultan er orðin köld er hún blönduð með töfrasprota til þess að fá enn þá betri áferð.

Bleik súkkulaðiskel

  • 1000 g hvítt súkkulaði
  • Bleikur fituuppleysanlegur matarlitur, mjög mikilvægt er að matarliturinn sé fituuppleysanlegur.

Aðferð:

  1. Temprið hvítt súkkulaði í skál og blandið saman við bleika matarlitinn.
  2. Þegar súkkulaðið er orðið bleikt hellið því þá í konfektformin til að búa til skelina.
  3. Hellið súkkulaðinu úr eftir 30 sekúndur til að búa til fallega þunna skel.
  4. Sprautið sultunni í formin og passið að skilja smá eftir á toppnum fyrir það sem eftir er af súkkulaðinu.
  5. Nú hefst biðin, við viljum helst láta konfektið standa úti í 10-24 klukkutíma áður en við lokum skelinni.
  6. Þegar þessi tími er liðinn er súkkulaðið temprað aftur og það smurt á toppinn.
  7. Leyfið þessu að harðna og þá er konfektið tilbúið og vert að losa það úr forminu.
  8. Berið fram og njótið hvers mola.
mbl.is