Tinna Bergmann Jónsdóttir fatahönnuður og hátísku hringrásardrottningin býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni.
Tinna Bergmann Jónsdóttir fatahönnuður og hátísku hringrásardrottningin býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni.
Tinna Bergmann Jónsdóttir fatahönnuður og hátísku hringrásardrottningin býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni.
Eftir að hún opnaði síðan fyrstu sérvöldu hátísku hringrásar verslun Íslands, Buymychic, er hún stundum kölluð hátísku hringrásardrottningin. Buymychic er til húsa að Óðinsgötu 8b í miðborginni. Miklar annir eru hjá Tinnu eftir að hún opnaði verslunina auk fleiri verkefna sem hún og maðurinn hennar standa fyrir þessa dagana.
„Ég og maðurinn minn erum einstaklega upptekin þessa dagana bæði vinnum mikið og margt að gerast. Við opnuðum gistiheimili fyrir austan og ég verslunina mína með viku millibili í júní í ár auk þess að við erum með tvö börn undir 4 ára. Þetta hefur verið pínu galið tímabil og ekki eins mikill tími fyrir eldamennsku eins og kannski vanalega. Ég elska að elda og baka, þeir sem þekkja mig best vita það vel.“
Tinna er hrifin af einföldum réttum sem tekur ekki langan tíma að matreiða og einnig leggur hún upp úr að vera með mat sem börnin eru hrifin af.
„Við fjölskyldan erum ekki mikið í eftirréttum, engin af okkur. En við rétt tilefni eða þegar mikið stendur til skelli ég gjarnan í köku,“ segir Tinna og brosir.
Hér er vikumatseðillinn Tinnu kominn eins og hún ætlar að hafa hann þessa vikuna.
Mánudagur – Mexíkóskt taco
„Við fjölskyldan elskum Mexíkó kvöld, það er yfirleitt vikulegur viðburður hjá okkur. Þá setjum smá latínó tónlist í bakgrunninn að sjálfsögðu. Krakkarnir elska þetta, síðan setja allir það sem þeir vilja í sína vefju og síðan eru suðrænir ávextir í eftirrétt.“
Þriðjudagur – Steiktur fiskur
„Steiktur fiskur klikkar seint. Með honum sker ég niður grænmeti með og geri kalda hvítlaukssósu. Kreisti síðan sítrónu yfir fiskinn og ber hann fram með nýjum kartöflum. Fiskurinn hjá okkur er alltaf í miðri viku þar sem krakkarnir fá hann yfirleitt í leikskólanum mánudögum eða þriðjudögum.“
Miðvikudagur – Ravioli
„Við höfum reynt að vera dugleg að heimsækja og ferðast um Ítalíu með stórfjölskyldunni. Þar lærðum við heldur betur að meta gott ravioli og hvernig best er að elda það, þá er einfaldleikinn bestur og lítið mál að matreiða þennan rétt.“
Fimmtudagur – Lúxus núðluréttur
„Sökum tímaleysis er gott að vera með nokkra hraðrétti upp í erminni og þá eru núðluréttir oft svarið. Þá er einmitt hægt að nota það sem maður á til í ísskápnum en ég geri hann reyndar án kjöts þar sem við fjölskyldan borðum sjaldan kjöt.“
Föstudagur – Bleik morgunþruma
„Við höfum yfirleitt eitt létt kvöld í viku og þá er gerður þeytingur. Til dæmis acai-skál sem krakkarnir og við elskum. Þetta getur einnig verið þinn uppáhaldsþeytingur eða skál. Krakkarnir gera þetta alltaf með okkur og það er ávallt mjög gaman hjá okkur þegar þetta er gert.“
Laugardagur – Kremað kókos dahl fyrir vandláta
„Svo erum við mikið með vegan rétti þar sem mamman er meiri fyrir þá. Það eru til svo margir ljúffengir vegan réttir sem dásamlegt er að njóta.“
Sunnudagur – Ofnbakaðar paprikur með kínóafyllingu
„Þessar fylltu paprikur er mjög góðar og eiga vel við á sunnudagskvöldi.“