Múslimaklerkurinn Gulen er látinn

Tyrkland | 21. október 2024

Múslimaklerkurinn Gulen er látinn

Tyrkneski múslimaklerkurinn Fethullah Gulen, sem var búsettur í Bandaríkjunum, er látinn.

Múslimaklerkurinn Gulen er látinn

Tyrkland | 21. október 2024

Fethullah Gulen árið 2013.
Fethullah Gulen árið 2013. AFP/Selahattin Sevi/Zaman Daily

Tyrkneski múslimaklerkurinn Fethullah Gulen, sem var búsettur í Bandaríkjunum, er látinn.

Tyrkneski múslimaklerkurinn Fethullah Gulen, sem var búsettur í Bandaríkjunum, er látinn.

Tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.

Stjórnvöld í Tyrklandi segja að Gulen, sem var 83 ára, hafi verið heilinn á bak við misheppnað valdarán í landinu árið 2016.

Gulen, sem leiddi hreyfinguna Hizmet, var sakaður um að hafa stjórnað „hryðjuverka“-hóp sem reyndi að koma ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, frá völdum. Hann neitaði því harðlega.

Gulen hafði búið í Pennylvaníu-ríki frá árinu 1999. Hann var sviptur tyrkneskum ríkisborgararétti árið 2017.

mbl.is