Breski tónlistarmaðurinn John Michael Osbourne, best þekktur undir listamannsnafninu Ozzy Osbourne, var formlega innvígður í Frægðarhöll rokksins (e. Rock and Roll Hall of Fame) við hátíðlega athöfn í borginni Cleveland á laugardag.
Breski tónlistarmaðurinn John Michael Osbourne, best þekktur undir listamannsnafninu Ozzy Osbourne, var formlega innvígður í Frægðarhöll rokksins (e. Rock and Roll Hall of Fame) við hátíðlega athöfn í borginni Cleveland á laugardag.
Breski tónlistarmaðurinn John Michael Osbourne, best þekktur undir listamannsnafninu Ozzy Osbourne, var formlega innvígður í Frægðarhöll rokksins (e. Rock and Roll Hall of Fame) við hátíðlega athöfn í borginni Cleveland á laugardag.
Osbourne, sem er 75 ára gamall, gerði garðinn frægan með rokkhljómsveitinni Black Sabbath í byrjun áttunda áratugarins. Hann á að baki langan og farsælan feril í tónlistarheiminum, bæði sem hljómsveitarmeðlimur og sólólistamaður, og hefur unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin.
Leik- og söngvarinn Jack Black varð þess heiðurs aðnjótandi að bjóða Osbourne formlega inn í félagsskap þekktustu tónlistarmanna í heimi. Tónlistarmaðurinn ástsæli hlaut standandi lófaklapp þegar hann mætti á svið til að taka á móti heiðrinum, en ríflega 20.000 manns voru í áhorfendasalnum.
„Ég vil þakka öllum þeim sem kusu mig inn í Frægðarhöll rokksins. Takk kærlega fyrir mig. Ég hef verið svo heppinn að fá að spila með nokkrum af bestu gítar-, trommu- og bassaleikurum í heimi og nokkrir þeirra eru hér í kvöld,” sagði Osbourne meðal annars.
Meðal annarra heiðurshafa voru Mary J. Blige, Cher, Peter Frampton, Foreigner, A Tribe Called Quest og Dave Matthews Band.