Tónlistarmaðurinn Sean Combs, best þekktur undir listamannsnafninu P. Diddy, hefur verið sakaður um að hafa beitt unga stúlku kynferðisofbeldi í samkvæmi sem haldið var að lokinni MTV-verðlaunahátíðinni árið 2000, eða fyrir ríflega tuttugu árum síðan.
Tónlistarmaðurinn Sean Combs, best þekktur undir listamannsnafninu P. Diddy, hefur verið sakaður um að hafa beitt unga stúlku kynferðisofbeldi í samkvæmi sem haldið var að lokinni MTV-verðlaunahátíðinni árið 2000, eða fyrir ríflega tuttugu árum síðan.
Tónlistarmaðurinn Sean Combs, best þekktur undir listamannsnafninu P. Diddy, hefur verið sakaður um að hafa beitt unga stúlku kynferðisofbeldi í samkvæmi sem haldið var að lokinni MTV-verðlaunahátíðinni árið 2000, eða fyrir ríflega tuttugu árum síðan.
Stúlkan sem um ræðir var aðeins 13 ára gömul.
Combs, sem var handtekinn í september, hefur fengið á sig nýjar málsóknir þar sem hann er meðal annars sakaður um nauðgun á barni undir kynferðislegum lögaldri.
Í málsókninni kemur fram að tveir þekktir einstaklingar úr Hollywood-heiminum hafi tekið þátt í athæfinu. Þeir eru ekki nafngreindir.
Stúlkan, sem er núna 37 ára gömul, er titluð sem „Jane Doe” í málsskjölunum sem voru lögð fram í New York-borg á sunnudag.
Í skjölunum kemur fram að hún hafi fengið sér einn drykk í samkvæminu og byrjað að líða skringilega stuttu síðar, en Combs er sagður hafa byrlað þó nokkrum fórnarlömbum sínum ólyfjan.
„Stefnandi leitaði sér að stað til að hvíla sig, hann fór inn í það sem hann taldi vera tómt svefnherbergi, til að leggjast niður,“ segir meðal annars í málsskjölunum.
„Stuttu síðar gekk Combs inn í herbergið ásamt frægum karlmanni og vel þekktri konu. Combs gekk í átt að stefnanda með brjálað augnaráð. Hann greip hana og sagði: „Þú ert tilbúinn að djamma.“
Konan heldur því fram að henni hafi verið nauðgað af Combs og ónefnda karlmanninum og segir að þekkta konan hafi fylgst með árásinni, að því er segir í umfjöllun New York Post.
Rapparinn hefur ítrekað neitað sök síðan hann var fyrst handtekinn í september síðastliðnum. Hefur hann verið ákærður fyrir kynlífsmansal, fjársvik og vændi. Hann er í haldi í Brooklyn í New York og verður ekki látinn laus gegn tryggingu.